Ljósberinn - 01.10.1939, Page 6
218
LJÓSBERINN
a
E
; Per Sivle:
VÁRNÁR LÁUS.
Sumarið, sem ég' gekk til prestsins, var
mér gefip byssa. Pétur, frændi minn, ætl-
aði að fara til Arneríku. Áður en hann fór,
kom hann heim til okkar, til þess að kveðja.
Þá hafði hann byssuna með sér.
»Ég gef þér hana, tij minningar um mig«,
sagði hann. Sama kveldið ætlaði Salómon
að kenna rnér að hlaða. og miða, og fyrir
rökkur var ég búinn, að skjóta mörgurn
haglaskotum í srniðjuvegg'inn.
Næsti dagur var sunnudagur. Mér dauð-
leiddist hinn langi húslestur. Pabbi las úr
húslestrarbók Jesper Broukmanns; og þeg-
ar ég hafði fengið hádegisverðinn var ég
ekki seinn að taka byssuna. og' ganga út
á hæðirnar. — Ég var a.lveg' viss um að ég
myndi a. m. k. veiða, ref. Já, hver veit?
Ef til vill myndi ég komast í skotfæri við
bangsa sjálfan, og þá gæti ég sent hon-
um skot. gegnum eyrað. — Ha,nn var sa,gð-
ur skjóta skógarbirnipa þannig, þessi fyr-
ir norðan, sem skrifað var um í dagblaðið.
Eg notaði bæði augu og eyru vel, um leið
og' ég labbaði gegnum skóginn. Eg komst
í skotfæri við kráku, en ég var allt of stæri-
látur til að kæra mig nokkuð um hana.
Hátt uppi sá ég konung fuglan.na, örninn,
sigla á hinum brei,ðu vængjum sínum kring
um fjallstindinn, þar sem hann hafði hreið-
ur sitt, öruggur og rólegur í ríki sínu. Þang-
að gat enginn mannlegur máttur seilst. En
ég sá engan skógarbjörn, engan ref, ekki
einu sinni vesælan héra.
Skógartrén voru makindaleg og löt í sól-
arhitanum. Þau nutu sunnudagshvíldaripn-
ar. Aðeins litlu spörfuglarnir sátu í grein-
um þeirra og sungu í kyrrðinni.
Bráðum myndi sólin halla hnöttóttu,
raudu kinninni sinni að fjallinu, í vestri.
Ég' gekk heim án þess að hafa hleypt af
ei.nu skoti. Mér var þungt í ska.pi. Ég leit
í kringum mig, hvort ég sæi hvorki kráku
né skjór, þó að ekki væri annað. Ég myndi
hafa þakkað fyrir það nú. En ég sá ekk-
ert dýr, nei — ekkert,
Þá kom ég af hendingu auga á lítinn
fugl, sem sat í tré, skammt frá mér. Hann
var glaður og óvar um sig, þar sem hann
sat, hossaði sér á greininni og söng.
I raun og veru var ég vinur allra lítilla
fugla. Oftar en einu sinni hafði ég' komið
fram sem verndari þeirra, þegar hi.nir
drengírnir vildu gera þeim mein. En nú
fékk mannvonzkan í mér yfirhöndina, og
ógurleg morðfýsn greip mig. Byssan flaug
upp að vanga mínum, og' — skotið reið af.
Reykurinn hvarf. Ef til vilL geti,ð þið
gert. ykkur í hugarlund, hvermg mér varo
innanbrjósts, þegar ég sá, að fuglinn sat
enn á sama. stað. Ég gekk nær; en hann
sat kyrr og studdi sig við greinina með
stéli.nu. Ég sá hvernig fallega, Ijósgráa
brjóstið hans gekk í bylg'jum. Nú var eins
og s,kjálfti færi um li,tla likamann, og und-
an öðrum vængnum draup blóð.
Ég horfði óttasleginn á hann. En þess
lengur, sem ég horfði, því meir dáleiddu
þessi íugLsaugu mig. Þau voru hnöttótt og
tær, eins og tveir vatnsidropar, en það blik-
aði líf í þeim.
Byssan datt úr liöndunum á mér. Mér
fannst ég ekkert sjá, annað en þessi augu.
— Að síðustu var ekki einungis sem ég
sxi þau. Ég heyrði þau ta.la. Þau báðu ekki
um vægð. Þa,u hrópuðu ekki á hefndir.
Þau hvísluðu aðeins þessu eina orði inn í
sál mina: varnaHaus,
Kveljandi samvizkubit greip mig. Ég
held að ég hefði orðið vitskertur, ef ég
hefði ekki reynt, að ná valdi yfir tilfinn-
ingum mínum, og fá þessi augu til að
hverfa. 1 miklum flýti greip ég barefli og
sló fuglinn. Hann féll til jarðar. En ég lét
mér ekki nægja það. Ég barði, moldina þar
í kring', svo að hún rauk upp; ég barði og
tróð, þar til ég sá ekki eina einustu f jöður.