Ljósberinn - 01.10.1939, Qupperneq 12

Ljósberinn - 01.10.1939, Qupperneq 12
224 LJÖSBERINN aði þá alla. Þaö var Möllinger, sem gaf þannig t.il kynna,, að hann væri búinn að ljúka upp kjallarahlemmnum. Nú skriðu þeir á höndum og fótum, eins og liðugustu álar, eftir þröngum og mjó- um göngunum. Við enda þeirra var eins konar viðhafnarstofa, þar sem þeir gátu rétt úr séi og staðið beinir. Ljósbjarma lagði, niður til þeirra og sáu þeir gegnurn opið lúugatið Mölling með kaupmanninn í faðminum, uppi í rúmgóðri kjallarahvelf- ingunni. Gólfið var enn flóandi í vatni, sem streymdi niður afræsi, sem lá undir hler- anum. »Guð minn góður, Langdon er vonandi ekki dáinn«, mælti Stretton óttasleginn. »Nei«, mælti Mölling, »það leið bara, yfir hann af gleðinni, auk þess er hann mjög ijla á sig kominn af því, að hafa verið hér í þessu pestarbæli«. Grátandi vafði Hinrik handleggjunum um háls föður síns. Kaupmaðurinn lauk þá upp augunum og þrýsti hönd hans mjúkt og innilega. Möllinger dreypti á fangann nokkrum dropum úr flösku, sem hann hafði meðferðis og mælti síðan: »HrÖðum, okkur nú af stað, eijns fljótt og mögulegt er«. Stretton tók fangann í faðm sér og bar hann, með aðstoð Lénharðar og Hinriks, að lúugatinu. Smiðurinn stóð aftur á móti hreyfingarlaus og' hlustaði. Stretton sá, að hann faldi sig á bak við steinsúlu við end- ann á stiganum, sem lá niður í kjallarann. Hann hafði, varla lokið við þetta, þegar dyrnai við efri enda stigans voru opnaðar og maður kom fram í þær, með Ijós í hend- inni. Maður þessi gekk niður stigann og alla leið að lúugatinu, sem gein kolsvart við honum, og starði niður í myrkrið og hróp- aði; »Hver fjandinn sjálfur er hér á ferð- um?« Jafnframt tók hann blístru, sem hann bar í snúru um hálsinn, og bar hana upp að munni, sér, En á sama augnabliki skall hinn þungi hnefi smiðsins eins og sleggja í hausinn á honum, og steyptist hann meðvitundar- laus til jarðar, en skriðljósið féll glamr- andi á kjallaragólfið. Á næsta augnabliki var hann ginkeflað- ur og bundinn. Þessu næst drösluðu þeir honum nokkuð upp í stigann, en smiðurinn læsti kjallara- dyrunum með lykli fangavarðarins. Úr fangelsinu heyrðu þei.r engin hljóð. Kaupmaðurinn, sem enn var næstum rænulaus og mjög máttfarinn, var nú bor- inn niður í hin myrku göng, og gátu þeir, sem báru hann, aðeins skriðið áfram með mestu erfiðismunum. En þegar þeir komu inn í aðalgöngin, gekk þetta. vi.tanlega, miklu betur, og sérstaklega eftir að kaup- maðurinn fór að ná sér og gat sjálfur fa.r- ið að hjálpa til. En það leið þó all-langur tími þangað til þeir komu að opinu, sem þeir höfðu farið niður um. Hér nam Mölling staðar og blistraði hvellt og skarpt, eins og áður við fangels- iskjallarann. Síðan hlustaði hann með athygli og end- urtók blístrið. Heyrðist þá niður til þeirra nístandi ugluvæl. Snéri Möllinger sér þá að félögum sínum og mælti: »Þetta er allt í stakasta lagi, Hann veit að við erum hér. Skulum við því greikka sporið«. Þeir héldu n.ú áfram leiðar sinnar, án þess að mæla fleira. Aðalgöngin breikkuðu nú óðum og tók að halla undan fæti. Loft- ið varð betra, eftir því sem þeir komust lengra, en nú náði, vatnið þeim líka næst- um þvi að hnjám. »Það er að koma. háflæði í fljótið«, mælti Möllinger, »en við erum nú líka rétt komn- ir á leiðarenda«. Hann hafði varla lokið við setninguna, þegar heyrast tók einkennilegt hljóð, sem kom Lénharði til þess að leggja við hlust- irnar. Þetta hljóð kannaðist hann mæta vel við, Það var b.jöllugaggið í froskunum, ó-

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.