Ljósberinn - 01.06.1940, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 01.06.1940, Blaðsíða 6
102 LJÓSBERINN Arnaldur og útvarpstækið. Arnaldur hafði leng'i óskað sér þess, að hann eág'naðist, útvarpstæki. Hann hafði offc hlustað á útvarp hjá vinum sínum og' þótti það ósköp skemmtileg't. Hann var margsinnis búinn að spyrja pabba sinn, hvort hann gæti ekki keypt ódýrt tæki; en pabbi hans hristi höfuðió og kvaðst. ekki hafa ráð á því. Og' það var líka næsta iíklegt, því að bæði hafði pabbi hans verið heilsuveill og atvinnujaus lang- tímum saman; nú var hann búinn að fá vinnu aftur, núna fyrir ei'num fjórum mán- uðum. Fyrst varð hann að greiða skuldir sínar hjá kaupmanni, bakara, slátrara og' klæðskera, áður en hann hefði peninga til að kaupa útvarpstæki. Ef Arnaldur því vildi eignast útvarps- tæki, þá hlaut hann að kaupa það fyrii sína peninga. Hann tæmdi þá sparibauk- inn sinn. 1 honum voru 13 krónur og 17 aurar. En hann gat, ekki einu sinni feng- ið hið ódýrasta lampatæki. Hann hafði komið auga á útvarpstæki í glugga. Pað var með eldra laginu. Pað kostaði 60 krón- ur; hann vantaði því 46 kr. 83 au. til að geta keypt það. Hvernig átti hann að kom- ast yfir það, sem til vantaði? Honum duttu margar leiðir í hug, en engin þeirra var örugg. Pað var líka hart í ári, og' mikid atvinnuleysi. Það var því enginn hægðar- leikur fyrir pilt á ellefta ári að vinna sér inn peninga. Hann fór að safna gömlu járni og selja það. Fyrir þann samtíning fékk hann 2 kr. 25 au. Nú vantaði hann 44 kr. 58 au. Það var mikið fé í augum hans. Nú datt honum margt í hug. Að lokum varð hann forvitinn á, hvort hann gæti ekki fengið sendisveinsstöðu í búðinni, þar sem "hann sá útvarpstækið ódýra, Hann lagði þetta niður fyrir foreldrum sínum og þau sögðu að hann gæti vel reynt að fá þar vik að vinna; en heim mætti hann ekki koma með tækið fyrr en hann væri búinn að borga það að fuilu. Arnaldur fór út í búðina, en þar þurftu þeir ekki á honum að halda. Þeir höfðu vikadreng. Hann gekk stúrinn út aftur. Hvernig átti hann að komast yfir þá pen- inga, sem hann vantaði? En hvað þau. áttu gott ríkismanna börn- in, sem gátu fengið allt, sem þau vildu hend; til rétta; en hann, fátæklings-drengurinn, varð að fara á mis við flest, sem hann lang- aði í. En er hann gekk eftir götunni, þóttist hann sjá eitthvað liggja á gangstéttinni. Hann laut. niður og tók það upp. Hann undraðist víst, er hann sá, að það var kven- mannspyngja og það í fínna lagi og i henni lá fimmtíukróna-seðill, þrír tvíkrýning- ar og fáeinir amápeningar. Hann réð þeg- ar í stað með sér, að fara með pyngjuna á lögreglustöðina, hann fengi máske fivnm eða tíu krónur í fundarlaun. Lögreglan krafðist þar að auki, að hver sem eitthvað fyndi, skyldi afhenda henni það. Þegar hann kom að lögreglustöðinni, þá nam hann staðar og hugsaði með 3ér: Kg gæti nú hirt þessa peninga og engan látið af vita og þá gæti ég samstundis kfjpt útvarpstækið. Hann hugsaði sér nú aö segja pabba og mömmu, að hann heíði fundið seðlaveski, og maðurinn, sem •' cti það gefið sér 50 kr. í fundarlaun. Það væri hægt að fá pabba og mömmu til að trúa því. Síðan ætlaði hanr, að geyma pyngjuna og þá peninga, sem vævu fram yfir 50 krónur. Þessi hugsun sótti svo fast að honum, og er honum datt í hug útvarpstækið. á varð hann alveg ær, svo að hann hugsaöi ekkert út í, hvað þetta væri vitlaust. Það gat vel verið að hann gæti þegar samdægurs náð í. útvarpstækið, því að enn var klukkan ekki orðin sex. Nei, ekki leizt honum á það. Ef hann

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.