Ljósberinn - 01.06.1940, Síða 7

Ljósberinn - 01.06.1940, Síða 7
LJÓSBERINN 103 ætti að geta fært sér í nyt þenna uppspuna sinn, seðlaveskið, þá varð hann fyrst að fara heirn og ná í sparipeningana sína, þvi að 60 kr. kostaði þó tækið. Hann réð held- u.r af að bíða til næsta morguns. Á heimleiði'nni var hann allt: af að hugsa um, hve ánægjulegt það yrði, þegar út- varpstækið væri orðið eign hans. Átti hann að segja foreldrum sínum frá f'undarlaununum á því sama kvöldi eða átti hann að láta það bíða til morguns? Sú varð niðurstaðan, að hann beið. Pegar Arnaldur kom heim, át hann kvöldverðinn sinn og að því búnu varð hann að hjálpa til við húsverkin. Mamma hafði svo mikið að gera, að hún gat ekki annað því ein; og þar sem hann var elzta barnið hennar, þá varð hann að hjálpa henni. Að því búnu fór hann sendiferð út í. bæinn. Pegar hann kom aftur var klukk- an níu og þá varð hann að fara að hátta. Þá fékk hann loksins næði til að hugsa um, að hann þurfti að kaupa útvarpstæk- ið. En nú fór honum líka, að koma fleira í hug. Var hann á réttri leið. Konan, sem haföi týnt pyngjunni var sjálfsagt rík, 50—60 kr. voru, sem ekkert fyrir hana, en stórfé fyrir hann. En að taka eitthvað frá öðrum var sama og að stela. Pað hafði honum verið kennt heima og í skólanum og í sunnudagaskól- anum. En í raun réttri hafði hann Joó ekki stolið í venjulegri merkingu. þess orðs, hann hafði bara tekið það, sem hann hafði fundið. Ef hann hefði ekki tekið það, þá hefði víst einhver annar gert það.. Með þessu reyndi hann að friða sam- vizku sína, en varð lítið ágengt með það. Þegar foreldrar hans voru lög§t til hvíld- ar, þá varð dauðakyrrð í húsinu. Arnald- ur gat ekki sofnað. Samvizka hans var alJt af að segja, að hann væri þjófur. Ef' pabbi og mamma hans kæmust að því, sem hann hafði gert, þá væri það hræðilega leitt. Hann vissi ekki, hvar hann gæti falið pyngjuna, svo að litlu systkinin hans næðu ekki í hana. Pau væri niðri í öllu í húsinu, og ef þau fyndu pyngjuna, þá færu þau óðara með hana til mömmu. Hann var því neyddur til að bera hana á sér. En það var heldur ekki svo í lófa lagið. Pyngjan gat goppast upp úr vasa hans, í leikfimi- tímanum eða þegar hann væri að leika sér og svo lægi hún þá fyrir augum lagsbræðra hans, Mamma hafði oft sagt, að þeir yrðu nær allt af uppvísir, sem tækju frá öðrum. Kom honum þá í hug stór drengur í skól- anum, sem stolið hafði 7 krónum frá kaup- manninum., Og er þetta komst upp, þá kom það líka í ljós, að hann hafði marga smástuldi á samvizkunni. Og hann var lát- inn fara á uppeldisheimili. Arnaldi datt í hug, að svona illa gæti farið fyrir sér. Hann Jxittist sjá fram und- an, að lögreglan færi með hann á uppeld- isheimili. Pá grétu pabbi og mamma og ekki sízt hann sjálfur. Pví meira sem hann hugsaði um þetta, því verra varð það. Loks komst, hann að þeirri niðurstöðu, að hið bezta myndi vera að fara á lögreglu- stöðina með pyngjuna. Hann þyrfti ekki að segja, hvenær hann hefði fundið hana. Um þetta hugsaði hann nú fram og aftur, lengi, lengi. Að lokum réði hann þetta við sig: Á morgun ætti hann frí frá kl. 11—1. Pá gæti hann svo hæglega hvorttveggja: etið miðdegismatinn sinn og farið á lög- reglustöðina. Gott var það, að hann hafði ekki keypt útvarpstækið, og ekki minnst á peningana yfirleitt Hann bað kvöldbænina sína einu sinni enn, og síðan sofnaði hann. En hann svaf órólega; hann var allt af að dreyma, um pyngju, lögreglu og uppeldisheimili; það var allt af að hringsólast fyrir honum í svefninum. Morguninn eftir stakk hann pyngjunni í buxnavasann ninn. Þegar skólaklukkan hringdi 11, hljóp hann í einum spretti niður á lögreglustoð,

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.