Ljósberinn - 01.06.1940, Blaðsíða 9

Ljósberinn - 01.06.1940, Blaðsíða 9
L JÓSBERINN 105 »en hafið þér talað við nokkurn lækni um sál yðar?« Maðurinn starði hvössum augum á prest- inn og mælti: »Þér ætlist þó ekki til að ég fari að leita læknisráða hjá yður?« »Ekki ú'r vegi«, mælti Frommel, »við prestar ættum að geta verið sállæknar. En nú á tlögum leita menn margra lækna fyr- ir líkamann. En sálina þykjast þeir geta læknað sjálfir«. »Nei«, sagði maðurinn, »ég hefi allt af óskað þess, að ég gæti fundið prest, sem ég gæti leitað ráða hjá«. »Ágæt.t«, mælti Frommel, »segið mér þá æfisögu yða.r«. Hann sagði þá frá því, hvernig hann hefði unnið sig upp úr fátækt og basli og orðið efnamaður. Hann hafði siglt 18 sinn- um yfir úthöfin og' aflað sér mikilla auð- æfa og byggt hverja »villuna« á fætur ann- ari. Hann hafði einungis ánægju af þessu á meðan hann var að byggja — en að smíð- inni lokinni seldi hann »villurnar« jafn- harðar. aftur, oft undir byggingarkostnaði, og tók svo að byggja nýjar. Honum geöj- aðist ekki maturinn, og hann gat ekki sof- ið. Þrátt fyrir öll s.ín auðæfi var han.n gleði vana, og friðlaus maðui’. Pessu næst sagði Frommel honum æfi- sögu sína í stuttum dráttum, og hvernig litla skipið hans hefði legiö við stjóra í litlu Jx>rpi í Svartaskógi í 20 ár. Fyrir skömmu hafði stórhertoginn spurt hann um það, í viðtali, hvernig honum liði, og hafði þá Frommel svarað: »Yðar konunglega. tign, konan mín elskuleg og ég erum vön að segja: »Þaö er h.vergi í veröldinni eins fall- egt og í Ispringen«. Pegar stórhertoginn svaraði: »Já, það er fagurt hérað«, svar- aði Frommel: »Það er ekki ekki héraðið, sem allt veltur á, heldur gleraugun, sem mennirnir nota. Og ef menn horfa á hlut- ina með gleraugum kærleikans, þá er allt unaðslega fagurt og’ dýrlegt«. Pá hló furst- inn og viðurkenndi að Frommel hefði á réttu að standa. Maðurinn hlustaði á hann með athygli. Og þegar Frommel hafði lokið máli sínu, sagði hann: »Ég held að þér væruð færari um að bæta heilsu mína en allir læknar«. »Gott og vel«, mælti Frommel. »Við skul- um þá byrja undir eins á lyfseðlinum. Þér eruð óánægður með lífskjör yðar. En ráð- ið er, að þér verðið einu sinni í alvöru að verða óánægður með sjálfan yður. Sjúk- dómurinn, sem þjáir yður, heitir eigingirni — og við honum þurfið þér að fá lækn- ingu. En ef þér viljið fá meiri læknislyf, þá skuluð þér koma í kirkjuna á morgun, og þá skal ég gefa yður lyfseðil í ræðunni«. »Agætt«, sagði maðurinn, »ég mun koma, en ég ætla líka að heimsækja yður í Ispringen. Er nokkurt »hótel« þar, sem hæg't. er að búa í?« »Vissulega«, mælti presturinn: »»Hótel« Frommel«, þar geta menn búið bæði ódýrt og þægilega. Rétt er það. — Næsta dag sat hann í kirkjunni og hlýddi með athygli á ræðu prestsins. Pað var páskaræða, og Frommel talaði um hinn sorglega sabbatsdag, þeg- ar mennirnir væru án hins lifandi Jesú Krists, og um eina sæluríka kirkjugöngu í ársólarljósinu og mildum morgunblænum og hina fagnaðarríku samfundi við engl- ana,. Næsta dag kom maðurinn til hans og mælti: »Mér hefir aldrei fundist neitt ferðalag eins stutt og skemmtilegt. eins og þetta. Og mér varð svo gott af öllu, sem þér sögð- uð. Ég get ekki hjálpað mér sjálfur. Pað hafa verið þeir tímar, að ég hefi verið þjáð- ur af ljótum hugsunum. En ég finn að mér myndi verða björgunarvon, ef einhver vildi leiða mig og leiðbeina mér. Síðan greip hann báðar hendur séra Frommels og mælti: »Þér eruð sá Guðs engill, sem hann hefir sent til að bjarga mér«. I lok samræunnar mælti Frommel: »Nú veit ég hvers vegna Guð hefir ekki látið yður deyja enn. Pað er af því að hann hefir í hyggju að frelsa yður. En

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.