Ljósberinn - 01.06.1940, Side 12

Ljósberinn - 01.06.1940, Side 12
108 L JÖSBERINN IHIETMINI S. WÖRISHOFER 20. kap. Á síðustu stundui. Lénharður vaknaði af værum svefni við að hurðinni var hrundið upp, og glampa frá skriðljósi lagði inn á klefagólfið. Það var gamli þrællinn, sem hélt á ljós- kerinu, en auk þess sá Lénharður, sem var í svefnrofunum, fangavörðinn og hinn and- styggilega Natanael Forster. Duncan frið- dómari var í fylg'd með þeim, Fangavörð- urinn hélt á gildri járnhespu, og voru hand- járn í endum hennar. Áður en Lénharður gat áttað sig á, hvað til stæði, var hann orðalaust hnepptur í járn og hrakinn út úr dýfliss.unni. Þetta var ekki að næturlagi, eins. og hann hafði þó haldið. Dagur var kominn hátt á loft, en það hvíldi gráleit þokumóða yfii' jörðinni, og allir hlutir, sem fjarri voru, virtust óljósir tilsýndar. Lénharður hríð- skalf í hryssingslegu morgunloftinu, og það fór um hann hrollur, er hann fann til járn- hespanna á úlnliðunum. Natanael Forster var enn bersýnilega þétt-drukkinn. Hann var allur rauðskjöld- óttur í andliti, og virtist ekki hafa neina rænu á að hella sér yfir þræl sinn eða smána hann. En sljóvga, og lymskulega augnaráðið, sem hann sendi Lénharði og augnagoturnar minntu miskunnarlaust á grimmdina í hungruðum hákarlsglyrnum. Þeir koimust nú á járnbrautarstöðina, sem var ekkert annað en stór og luralegur fjalaköttur. Þar stóð heil hersveit í löng- um röðum, og bar svipur hermannanna vott um niðurlæging ósigurs og flótta, og hráslagaleg þokubrælan gerði allt ömur- legra og ónotalegra, þrátt fyrir að brenni- vínsflaskan var á stöðugu ferðalagi. Það leit út fyrir að Lénharður og félag- ar hans væru einu óeinkennisbúnu menn- irnir, sem ferðast áttu með þessari járn- brautarlest. Eftir langa bið var þeim loks holað niður í farangursvagn, sem mátti heita troðfullur af skotfærakössum og margháttuðu skrani. Loks sníglaðist lestin svo af stað út í þokuhafið, eftir meiri háttar gauragang og vopnabrak. Nathanael Forster, sem sat á kassa, valt skjótt út af steinsofandi. En fyrst hafði hann náð góðu haldi í járnhespuna á hönd- um fangans, svo að hann gat ekki hreyft sig án þess að vekja hann. Brennivíns- sterkjan fram úr honum mæddi á andliti Lénharðar, og öðru hvoru urraði hann í svefninum eins og villidýr. Herra Duncan sat gegnt þeim, og mælti ekki orð frá munni. Hermennirnir, sem í vagninum voru, töl- uðu um stríðiö af mesta kappi, og voru að leiða getum að því, hvort einhverjar mis- fellur hefðu orðið á herstjórninni. Hinir ferðamennirnir lögðu þar ekki orð í "belg. Þannig leið fullur hálftími. Lestin fór stundum fulla ferð, en annað veifið lötr- aði hún og miðaði naumast áfram, þar sem háski var á ferðum og vandfarin leiðin. En allt í einu varð ægilegur árekstur. Nat- anael valt niður af kassanum og dró Lén- harð með sér í fallinu. Framveggur vagnsins sprakk inn meö ógurlegum brestum og brothljóðum, allar rúðurnar mölvuðust mélinu sm;nrra, og framhlutinn lyftist hátt upp eins og fram- stafn á skipi, sem rennur upp á sker, og allir, sem í vagninum voru, runnu og kút- veltust aftur í afturendann, og á þá of- an heilir haugar af allskonar farangri og skrani. Áður en nokkur maður hafði áttað sig á hvað fyrir hafði komið, drundi vægðarlaus skothríð, og heil skæðadrífa af flísum og spýtnamulningi sópaðist ofan yfir þá, sem lágu í kös í vagninum. Hermennirnir voru samt ekki lengi að átta sig. Þeir voru ótrúlega fljótir að hafa sig burtu úr vagninum, sem var þeim eng- in vörn gegn byssukúlunum, og leituðu þeir skjóls undir garðhleðslunni undir járn- brautinni. Þegar Natanael valt, missti hann af tak- inu á járnhespunni á Lénharði, og ekki

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.