Ljósberinn - 01.06.1940, Side 19

Ljósberinn - 01.06.1940, Side 19
ljósberinn 115 SKRÍTLUR Prír stúdentar sáu virðulegan öldung með hvítt skegg niður á bringu. koma 1 áttina. til sín. Pað voru í þeim æskuærsl og þeir komu sér fljótt saman um að slá upp á glens við gamla manninn. »Góðan daginn, faðir Abrah,am«, sagði einn. »Góðan daginn, faðir lsak«, sagði ann- ar. »Komið þér sælir, faðir Ja,- kob«, sagði sá þriðji og rétti hon- um höndina. Öldungurinn hopaði undan, lagði her.durnar aftur fyrir ba,k- ið og svaraði: »Ykkur skjátlast, herrar mlnir, ég er hvorki Abra- hairn, ísak né Jakob, en ég er Sál, sonur Kíss, er var sendur af stað að leita að ösnum föður síns, og sjá! ég h.efi fundið þær«. ¥ Einu sinni voru margir ríð- andi menn á ferð 1 sveit. Pegar farið var að dimma, komu þeir að bæ og var bóndi úti á hlaði. Riðu þeir hver á eftir öðrum heim mjóa götu, er lá heim að bænum. Heilsuðu þeir bónda hver á eftir öðrum og héldu svo áfram. Þegar þeir fyrstu komu út fyrir bæinn, beygðu þeir við og fóru bak við hann og náðu saman við þá, sem síðastir fóru. Komu þeir nú aftur og heilsuðu karli sem nýir menn. Þannig hélzt hringurinn óslitinn og þótti bónda hér vera fjölmenni á ferð. Seinast stcð hann kóf- sveittur og hissa. á hlaðinu, tók kveðjum manna í sífellu og sagði: »Blessi þig, blessi þig, blessi þig, blessi þig, blessi þig, blessi þig. Skárri er það bann- sett runan!« ★ Dómari: »Þér segið, að nábúi yðar hafi stolið fuglum frá yð- ur. Hvernig þekkið þér fuglana?« Kærandi: »0, ég held að ég þekki þá, þeir eru allir svart- flekkóttir«. Dómari: »Það er léleg sönnun. Ég á líka svartflekkótta, fugla«. Kærandi: »Því get ég vel trú- að. Ég hefi svo sem tapað fugl- um fyrri«. Brúðarmærin (heldur uppi brúðarslörinu): »Giftis.t ég nú Dpdda líka?« Sti andferðaskip er að leggja af stað. Það er búið að pípa þrisvar og skipið er að fara frá bakkanum. En 1 mannfjöldanum á landi er stúlka, sem ætlar að fara á skipinu, í óðaönn að kveðja vinkonur sínar. Kallar þá skipstjóri til hennar og segir. »Jæja, þér komið þá með næstu ferð', ef þér verðið þá búin að kveðja,«. ★ Vinnukona (kemur inn í mat- arbúð): »Ég ætla að biðja yður að selja. mér 2 kíló af laxi«. Verzlunarmaður: »Á það að vera frampartur eða afturpart- ur?« Vi.nnukonan: Ja, það veit ég nú ekki. Ætli það sé ekki bezt að b,afa það læri?« ★ A (hrifinn): »Ekkert er eins gott og gæsasteik!« B: »Nú segir þú ekki satt. Gæsasteik er svei mér betri en »ekkert««. SAGAN UM VEIÐINA M I K L U.

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.