Ljósberinn - 01.08.1940, Side 4

Ljósberinn - 01.08.1940, Side 4
120 L JÓSBERINN ar að brunninum, lék hún sér um hríð við aðrar litlar stúlkur og drengi — á rneðan móðir hennar fyllti vatnskrukk- una og hóf samræður við aðrar mæður sem þarna voru saman komnar. • Hvers vegna skyldu þær vera svona lengi að tala saman í kvöld*, hugsaði Rut litla, þegar hún hætti að leika sér við hin hörnin og gekk upp að brunn- inum. Mæðurnar stóðu allar í lióp og voru að tala saman. Og þegar Rut kom nær, heyrði hún einhverja þeirra segja •Barnið hefir rétt fyrir sér — við skul- um allar fara með litlu börnin okkar til Jesú — á morgun«. Næsta dag var Rut í mjög glöðu skapi, þegar hún gekk með móður sinni eftir götunni — því þær voru á leiðinni til Jesú með litla barnið. Bráðlega slógust fleiri mæður í för með þeim. Þær voru líka með lítil börn, sem þær ætluðu með til Jesú. Svo liélt allur hópurinn áfram, þangað til að þær komu til Jesú, þar sem hann var að prédika fyrir lýðnum. En þegar þær komu þangað stóðu þar nokkrir menn, sem sögðu, að þær skyldu fara brott, Jesús mætti ekki vera að því að líta á börnin. »Getum við ekki sýnt Jesú litla barnið okkar?* spurði Rut með grátstaf í kverk- unum. I því kom Jesú auga á þær. Hann sneri sér þá til íólksins og sagði: -Leifið börnunum að koma til mín — og hrekið þau ekki burtu«. — Þær komu því nær og Jesús tók börnin blíðlega í fang sér frá mæðrunum eitt og eitt, og hélt þeim í sínum sterku örmum og gerði bæn sína til Guðs. Þegar hann tók litla barnið þeirra Rutar, stóð hún við hlið hans. Hann lagði þá liöndina á kollinn á henni og brosti. Þegar þær fóru heim, var Rut mjög glöð. »Mér þykir vænt um að við fórum þetta, 11131111113«, sagði hún. »Ég vissi, að Jesús myndi hafa gaman af að sjá litlu börnin«. Urið pabbcins tí, tí, tí tístir þér við eyra; kvikt þar tautar innan í, oft það viltu heyra. Aldrei tístið í því dvín, aldrei tetrið þegir, oft um kvöld við átök mín arr, arr, arr það segir. Hver veit nenia okkur í eitthvert gangverk skrítið undir kveði tí, tí, tí til þó heyrist lítið. Barminn Litla þreifðu' um þinn þú mitt Ijósið bjarta, undir titrar óróinn, er við líöllum lijarta. Urið tí, tí iðjar sitt. áfram höggva og tifa. Hratt slœr tí, tí lijartað þitt, hlakkar til að lifa. Gullinvœngja iði á, óstöðvandi hraða, líður brátt og berst þér frá bernsku tíðin glaða. Yndið bezt, sem ann ég heitt, óskin mín er þessi: IJfs jnns tí, tí öll sem eitt auðnan margföld blessi. (Ljóðmæli) Stgr. Th. »Þú hefir alveg rétt fyrir þér«, sagði mamma hennar blíðlega. Jesús elskar öll lítil börn«. Jómm. Halldórsson.

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.