Ljósberinn - 01.08.1940, Síða 5
LJÓSBERINN
121
Napóleon og eplakonan
Napóleon keisari I. gekk í æsku sinni
í herraannaskólann í Briene. Af því hon-
um þótti góð aldini, keypti hann þau
iðulega aí' konu nokkurri þar í bænum,
sem seldi jarðarávexti. Þegar hann var
peningalaus, lánaði hún honum það, sem
Iiann fékk hjá henni, og þegar hann
aftur eignaðist skildinga, borgaði haun
það. En þegar hann fór úr skólanum,
átti hún þó lijá lionum nokkra dali, og
þegar hún í síðasta sinni færði honum
fullan disk af eplum og vínberjaköngl-
um, sagði hann:
»Nú fer ég burt, kona góð, og get
ekki borgað yður; en yður skal ekki
verða gleymt«.
Sölukonan svaraði: »Setjið það ekki
fyrir yður, ungi herra; Guð haldi hendi
sinni yfir yður, og geri yður að gæfu-
manni».
Eins og alkunnugt er, varð Napóleon
síðan hershöfðingi, þá fyrsti ræðismaður,
og loksins keisari; en ekki hafði epla-
konan í Brienne fengið skuld sína borg-
aða, þó hafði hún þessi orð hans: »Yður
skal ekki verða gleymt-, og þau voru
eins góð og reiðupeningar, eða jafnvel
betri. Því einu sinni, þegar menn áttu
von á keisarannm til Bríenne, kom hann
þangað nokkru áður í kyrþey, og var á
gangi að hugsa um sína liðnu æskudaga.
Allt í einu stóð hann við á strætinu,
studdi fingrinum á ennið, eins og hann
væri að hugsa sig um, nefndi eplakon-
una á nafn, spurði, hvar hús hennar
væri, en það var orðið mjög hrörlegt,
og gekk inn til hennar með einum
manna sinna.
»Get ég fengið hér nokkuð að hressa
mig á?« sagði keisarinn.
»Já, gjarnan«, sagði konan, eplin eru
fullsprottin*, og svo bar hún þeim epli.
Meðan komumenn voru að borða þau,
spurði annar þeirra;
• Þekkið þér líka keisarann, sem kvað
vera hér í dag?«
»Hann er ekki enn þá kominn*, svaraði
konan; »hann kemur í dag; því ætli ég
þekki hann ekki? Hann hefur keypt af
mér margan disk og marga körfu fulla
af aldinum, meðan hann var ungur og
gekk hér í skóla*.
•Borgaði hann þá líka reglulega allt,
sem liann fékk?* spurði komumaður.
»Já, því var óhætt*, svarði konan.
Þá inælti komumaður: »Þér segið ekki
satt, kona, eða þér eruð minnislitlar.
Fyrst er það, að þér þekkið ekki keisar-
ann, því að ég er keisarinn, og þá er
hitt, að ég hefi ekki borgað yður eins
reglulega og þér segið, því þér eigið enn
þá tvo dali hjá mér*, og í sama vetfangi
lagði fylgdarmaður hans fjögur eða fimm
hundruð dali á borðið. Þegar konan nú
þekkti keisarann aftur, og heyrði gull-
peningana hringla, féll hún honum til
fóta, og varð frá sér numin af gleði og
þakklátsemi. Börn hennar urðu líka öld-
ungis hissa, og vissu ekki, hvað þau áttu
að segja til alls þessa. Síðan bauð keis-
arinn að rífa hús ekkjunnar, og reisa
annað betra hús handa henni á sama
stað.
»í þessu húsi*, sagði keisarinn, »ætla
ég að halda til, þegar ég kem til Brienne,
og vil láta kalla það í höfuðið á mér*.
Hann hét einnig konunni, að koma hörn-
um hennar til manns, og enti það líka.
Bæn fyrir börnum.
Jesús, yfir börnin breiddu
blessun þína, fyr og síð,
þau um brautir lífsins leiddu,
líkna þeim, er harðnar stríð.
Breyttu hverri skúr í skin,
skýldu einkum lífsins hlyn;
láttu geisla Ijóssins þína
á litlu barnahjörtun skína.