Ljósberinn - 01.08.1940, Qupperneq 6
122
L JÓSBERINN
Kæru, litlu sætindabelgir! Nú kemur
vitanlega óðara, vatn í munninn á ykkur
þegar þið farið að lesa þessa fyrirsögn,
Ávaxtakaka — ekki nema það þó. En þið
skuiuð nú ekki gera ykkur of háar vonir
-— þessa köku fáið þið ekki að borða — það
gerðu önnur börn — og ég veit, að þið get-
ið vel unnt þeim þess.
En nú byrjar sagan.
Níunda barnið var alveg nýkomið — lít -
ið óg elskulegt barn. Og þetta var árið
1939 — styrjaldarárið mikla — sem menn
hryllir s,vo að hugsa um. —
Ekki var það nú samt storkurinn, sem
kom með þetta litla barn. Það var Guð
sjálfur, sem hafði sent það. Það var guðs-
gjöf. Þarna lá það allt í einu í körfuvögg-
unni og orgaði. Það var svo sem auðheyrt,
að þetta var piltbarn, hann grenjaði svo
dugnaðariega. Drengir grenja hæversku-
laust á meðan þeir eru litlir — og hættir
stundum við að gera það líka, þegar þeir
stækka.
Það var engu líkara en að þessi litli snáði
væri bálreiður yfir því, að hafa orðið að
ónáða sig niður til jarðarinnar. Hann
krepti hnefana, þegar hann var vakandi
— og meira að segja — svaf hann meo
litlu hnefana harðkreppta.
Þrem vikum síðar var móðir litla drengs-
ins aftur á ferli í stofunni. Hún hagræddí
gluggatjöldunum, svo að blessuð sólin skim
ekki of skært á andlit litla drengsins, og
svo ; ekk hun að. vcggunni og klappaö:
mjúklega, smágerðu, rósrauöu höndunum.
Þið haidið eðlilega, að hjarta hennar hafi
verið barmafullt af gleði, og reyndar ætti
það aö vera svo, þegar við eignumst dá-
samlegar gjafir. En það var nú eitthvao
saman við fögnuð hennar. Andlit frúar-
innar — h.ún heitir Jósefína — bar vott
um miklar áhyggjur. Þó frú Jósefína léti
ekki á því bera, þurfti hún oft að strjúka
burtu tár, sem runnu niður fölar ldnnar
hennar, og svo var eins og hún hefði enga
eirð við vinnu sína, og gekk margsinnis
að gamla, stóra matarskápnum í eldhús,-
inu, og rannsakaði nákvæmlega það, sem
í honum var. En þó að hún gerði þetta,
bæði oft og lengi, kom það fyrir ekki. Leir-
brúsinn, sem mjölið var í, var nærri tóm-
ur, og feitmetisskálin galtóm, og þarna var
ekki að sjá, nema, tóma bolla og diska.
Þetta hefði nú samt ekki gert svo mik-
ið til, ef ekki hefði verið jafnilla ástatt
með budduna. En hún var einnig mjög létt
og grannvaxin. En það, sem mest reið á
af öllu, var að borga húsaleiguna.
En svo var aftur á móti gnægð af ein-
hverju öðru á heimili frú Jósfínu. Það var
stór, hreinþveginn trébekkur við hrein-
þvegna, stcra matarborðið. Og á þessum
stóra bekk sátu við allar máltíðir — að
morgni, kveldi og miðjan dag, svo margir
krakkar, sem á honum toldu. Og þetta
voru glaðir og röskir krakkar, áhyggjuiaus-
ir, en ákaflega matlystugir. Og það var
auðséð á öllum þessum börnum, að þau
höfðu ekki liðið skort að þessu.
Tvær geitur áttu heima í geitakofanum
— og mjólkin úr þeim var bæöi bragðgóö,
holl og nærandi. Og þá spiliti það nú ekki,