Ljósberinn - 01.08.1940, Page 7

Ljósberinn - 01.08.1940, Page 7
LJÓSBERINN 123 að borða hinar ágætu, mjölvuðu kartöflur með geitamjólkinni. Reyndar var nú lítið annað matarkyns fyrir hendi — lítið um grænmeti á þessum tíma árs, það átti eft- ir að vaxa í litla garðinum. Stundum kom pabbi heim úr kaupstaðnum með ögn af baunum eða haframéli í bréfpoka. Þegar mikið var um að vera á torgdögunum fór hann þangað og seldi vörur, en það voru fötur og byttur og kútar, sem hann hafði smíðað úr furu og eik, hann var beykir — hann pabbi þeirra. Og með þessu móti varð stundum ofurlítil breyting á matar- æðinu á heimilinu. Svona var nú lífið á fátæka heimilinu hennar frú Jósefínu. En börnin voru vissulega ekki ávallt harðánægð. Þau langaði stundum i eitt og annað. Þannig sagði, t. d. Kaspar litli 'í gær við mömmu sína: »Mamma, í dag borða nábúar okkar steik. Lína segir það. Mamma, gefðu okkur líka steik«. »Flónið þitt. Heimtar steik«, sagði Anna systir hans, sem var 11 ára, brosandi. »Dettur þér í hug að mamma eigi nokk- uð þess háttar«. En þegar Anna litla sá, að drengnum ætlaði að verða. mikið um þetta, þreif hún skyndilega í báðar hendur honum, og dans- aði við hann hringdans og söng- við raust: Ef krakkar borða kartöflur, þeir kátir verða og stel'kir. En steikina elta stólpípur, stifla og magaverkir. Litli snáðinn varð bæði hrifinn og glað- ur yfir vísunni og börnin hlógu, svo hjart- anlega, að mamma þeirra gat ekki stillt sig um að taka þátt í gleði þeirra. En skömmu síðar lag'ði hún hendurnai um hálsinn á þessari elztu dóttur sinni, horfði ástúðlega í hin björtu, dökku augu hennar, og mælti: »Já, Anna litla. Þú hjálpar henni mömmu þinni, elsku barn. Drottinn mun áreiðan- lega einhverntíma launa þér það«. Skömmu síðar sagði Jósefína við manr. sinn, þegar hann kom heim eitt kveidio. »Kæri Hans, nú v»rðum viö að fara að láta skíra barnið okkar, elskan mín«. »Hefir þú hugsað fyrir guðfeðginum?« spurði bún ennfremur. »Já, það hefi ég gert«, sagði hann og tók af sér skóna. »Þetta getur orðið næst- komandi sunnudag. En láttu þér ekki detta í hug að ég hafi ætlað að reyna að útvega auðug guðfeðgin, sem gefið gætu verðmæta skírnarg'jöf. Eg kann ekki við þesskonar sníkjur. Við getum sjálf verið guðfeðgin barnsins, og' svo getur Úrsúla verið meo með okkur. Hún er sú eina af ættingjum okkar, sem ekki hefir verið með við slík tækifæri. Hún getur ekki gefið neinar stór- g'jafir. Það má vera öllum ljóst, hvað sú vinnukona getur verið orðin rík, sem hefir gengt því starfi einungis í tvö ár. Þetta er því allt í lagi, og þú getur undirbúið það allt til næsta sunnudags«. »En, elsku maðurinn minn — að þessu sinni er frekar þröngt. í búi hjá okkur — og ég' sé engin ráð til aö undirbúa hinn minnsta skírnarveizlufögnuð«, mælti móð- irin, döpur í bragði. »Kauptu 5 aura hveitibrauðsnúð handa hverju barni með kveldkaffinu, og svo geta krakkarnir sungið þess meira«, mælti fað- irinn ákveðnum rómi, »og það getur orðið ánægjuleg hátíð. Það er engin nauðsyn að éta og drekka nein ósköp við slikar hátíðir. Þú veizt það vel, g'óða vina mín, að ég vildi svo innilega gefa þeim eitthvað meira - en við þráum svo að komast úr skuldun- um. Nú skulum við koma, og biðja sameig- inlega. »faðir vorið«. Það er hollt og hress- anli fyrir dapurlegar hugsanir«. Þessu. næst gengu þau til hvíldar. — En Anna litía, ellefu ára, hafði heyrt samræð- ur þeirra. Hún gat ómögulega sofnað, enda var glaða-tunglsljós, og studdi það að bví að halda vöku fyrir lifeYini. En svo bað hún bænir sínar, sneri sér til veggjar, og gerð- ist staðráðin í því að auka ekki á erfiðleika foreldra sinna, eða torvelda þeim að greiða skuld þeirra, með því að vera að nauða a þeim með allskonar óviturlegar kröfur og heimtufrekju.

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.