Ljósberinn - 01.08.1940, Side 10

Ljósberinn - 01.08.1940, Side 10
126 LJÓSBERINN Hin börnin tóku undir þetta. Þeim fannsi öllum langt að bíða eftir sunnudeginum. Þau hlökkuðu svo mikið til að sjá áhrifir,, sem sfóra aprikósukakan myndi hafa á börnin beykisins.--------- Hin góða kona beykisins var oft í ang- urblíðu skapi — og það ekki síður eftir því sem skírnardagurinn nálgaðist. Faðir- inm tók lika eftir þessu, en hann sagði ekk- ert. En Anna litla var ákaflega kát allan tímann. Hún var allt af að brjóta upp á nýjum og skemmtilegum sögum, til að segja ungu systkinunum sínum, og þegar þau sátu við borðið, datt henini svo margt skrít- ið í hug, að þau fóiru að skellihlæja. Við og við smá-stríddi hún Kalla með vís- unni um kartöflurnar og steikina og vakti það stöðugt mikla glaðværð. Hún kenndi líka minni systkinum sínum og æfði með þeim allskonar söngva, bæði lög, sem þau voru búin að læra ag ný ljóð og kvæði, Og nú kom loks sunnudagurinn. Presi- urinn skírði litla drenginn að aflokinni prédikun. Ifann hét nú Jósep — og þegar búið var að borða miðdagsverðinn, þá úi- skýrði Anna það fyrir systkinum sínum, að það væri Drottinn vor Jesús Kristur sjálfur, sem hefði falið prestinum, að skíra hann litla bróður þeirra, og nú ætlaði Jes- ús að gera þetta litla barn að sínu barni og gæta þess. Þetta var eiginlega alit mjög dásamlegt og umhugsunarvert, og þau fengu blátt áfram hina mestu virðingu fyrir Jósep litla, af því að nú tilheyrði hann Drottni vorum Jesú Kristi. Þetta var allt svo há- tíðlegt og þau komust öll í hátíðaskap. Og nú tók móðirin líka hvítu bollana út úr skápnum — sem annars voru sjaldan notaðir. Og hjá hverju boliapari var lagð- ur ilmandi, smjörgulur hveitisnúður. Og á miðju borðinu stóð stór blómvöndur af björtum liljum, sem Anna hafði lesið, og sólin brosti svo ánægjulega inn í herberg- ið eins, og hún vildi segja: Hér er verulega gott að vera, hér kann ég við mig«. Þarna var líka mjög notelegt og ánægju- legt, sérstaklega eftir að allir glókollarnir' og dökkhærðu krakkarnir voru komnir hver á sinn stað við borðið. Faðirinn leit ástúðlega. til konu sinnar, eins og hann vildi segja: »Sagði ég þér ekkí að við myndum eignast, dásamlega hátíðastund?« Vissulega voru börnin fljót að borða kökurnar — og svo var ekki meira til aö borða. En þá tók Anna, til sinna ráða.. Vit- anlega áttu þau öll að syngja. Það tilheyroi hátíðinni. Þetta varð þeim öllum til mik- illar gleði. Faðirinn liðsinnti við sönginn með hinum fagra bassa sínum og Úrsúla með hinum bjarta og hlýja, sopran. Þetta, var fallegt. Meira að segja virt- ist Jósep ’itla, sem hvildi í faðmi móðui sinnar, finnast til um þetta og kunna vel við það. Þarna lá hann með galopin aug- un og horfði eins hátt og hann gat. Þau voru rétt að byrja á sálminum: Ö, Jesú bróðir. bezti — þegar barið var djarflega að dyrum. Iíurðin opnaðist og inn um dyrnar kom svo risavaxin og dásamleg kaka, að börn- in beykisins hafði aldrei dreymt um slikt. Og kökuna báru læknisbörnin —• þau syst- kinin, Hinrik og Lotta, og svo hneigði Gréta litla sig mjög hæversklega og sagði: Guð, sem gefur barn og brauð, hann blessi þessa stund og leggi gullinn lifsins auð í litla, brdðurs mund. En Geirþrúður söng við raust, glöð og fagnandi: Kakan á borðið komin er, krakkar, smakkið hve góð hún er. Og nú kom Maggi litli líka lötrandi í ljós- mál. Sennilega hefir hann líka átt að hafa yfir eitthvert ljóð eða vísubrot. En hafi svo verið, var hann alveg búinn að steingleyma því. Hitt var honum aftur á móti ríkt í huga, að njóta góðs, af hlutunum. Hann var ekki fyrr kominn inn úr dyrunum, er. hann mælti mjög alvarlega og ákveðinn: »Maggi litli vill líka fá að smakka á kök- unni«. öll börnin ráku þá upp skellihlátur, og

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.