Ljósberinn - 01.08.1940, Page 11

Ljósberinn - 01.08.1940, Page 11
LJÓSBERÍNN 127 hin hlæjandi augu þeirra gátu ekki slitið sig frá þessari ilmandi ávaxtaköku. Nei, þetta var bæði dásamlegt og óskilj- anlegt. Foreldrarnir og guðmóðirin voru líka svo steinhissa, að þau fengu ekki kom- ið upp orði. En börnin pötuðu með hönd- unum út í loftið, hlóu og spjölluðu því meir. Virtist þessu ekki ætla að linna fyrri en Hinrik hóf upp rödd sina svo að yfirgnæfði hávaðann og fyrirskipaði: »Nú skal skera kökuna, skipta henni og borða hana. Vjð skulum vita, hvernig hun er á bragðíð«. Þá kom hin undrandi móðir til sjálfr- ar sín -— áttaði sig og lagði Jitla dreng- inn í rugguna, og tók að hluta sundur kökuna. »Nei, þvílíkt og annað eins«, hélt hún áfram að hjala, og tók alls ekki eftir því. að tárin runnu niður kinnar henni. »Já, það var engum vafa bundið, að börnunum þótti kakan góð, og börnin lækn- isins horfðu á það, geislandi af gleði, hve börnunum var innileg nautn í þessari gjöf þeirra. Og þau voru með öllu ófáanleg til þess að bragða einn einasta munnbita af kökunni. Það var einungis Maggi, sem mátti fá eitt stykkið, af því að hann var enn svo agnarlítill. Þetta var lika dásamleg kaka, og börnin gátu ekki torgað henni -— og eftir urðu allmiklar leifar, sem geymdar voru til næsta dags. Þegar Hinrik og systkin hans tóku loks að búast til heimferðar og fara að kveðja — varð aftur uppi fótur og fit á börnun- um, þau sungu. og kvökuðu eins og smá- fuglarnir, sem eru að þakka fyrir sig. En Anna var, aldrei þessu vant, orðin þögul og þungt hugsandi. Og þegar hún rétti Hinrik hendina og kvaddi hann, sagði hún í hátíðlegum málrómi: »Drottinn launar þér þetta áreiðanlega, þó síðar verði, Hinrik«. Þetta voru sömu orðin, sem mamma hennar hafði sagt við hana sjálfa nú gat hún látið þau halda áfram til þess næsta. Svona lauk henni nú skírnarveizlunni í húsi beykisins. Þegar allt var komið í kyrró og næði um kveldið, sagði eiginmaðurinn og faðirinn: »Hvað virðist. þér, móðir góð? Er ekki ástæða fyrir okkur að segja nú: »Þökkum Drottni, því hann er góður«?« »Jú, það getum við gert«, sagði móðirin hrærð í huga. »Guð blessi hina elskulegu læknisfjölskyldu«. --------Næstu vikurnar voru læknis- börnin mjög dul og íbyg'gin. Það mátti heita að það væri fundui' og ráðssamkoma á hverjum degi á steinbekknum við blóm- garðsvegginn. Því að nú þurfti að taka ákvörðun um hina »fræðilegu« hluti, sem þau ætluðu að gefa móður sinni í afmælis- gjöf. Nú skilau þau fyrst að það var auð- veldara að fá eitthvað, ef peningar voru í boði, en ef m^ður var peningalaus, og það var all-langur tími, sem þetta vakti tilfinnanlegar áhyggjur bæði hjá Hinrik og Lottu. En loksins létti af þeim áhyggjunum og birti yfir svip þeirra. Það leit út fyrir að þau hefðu komist, að fullnægjandi niður- stöðu — og það mátti ekki seinna vera, því nú voru einungis þrír dagar eftir til afmadishátíðarinnar. Faðir þeirra, læknir- inn, hafði verið spurðui' til ráða, og hann hafði hlaupið undir bagga með börnunum með nokkrum mikilsverðum bendingum. Læknisfrúin var líka verulega foirvitin og eftirvæntingarfull, þegar hún, árla á. afmælisdagsmcirguninn, lagði snjóhvítan dúkinn á kaffiborðið. Hún hafði vitanlega farið í fína, svarta silkikjólinn sinn, og maðurinn hennar sagði að hún væri stöð- ugt eins ungleg og hún hefði verið á brúð- kaupsdaginn. Svo heyrðist. nú heldur gauragangur og fótatak í stiganum ofan af loftinu. Og í næsta augabliki var hún umkringd af börnunum, sem vitanlega voru öll í spari- fötunum. Þau byrjuðu öll á því að kyssa hana og faðma hana ástúðlega — en svo varð dálítil, vandræðaleg þögn, áður en börnin fengju henni afmælisgjafir þeirra, Fyrst byrjaði Lotta: Hún roðnaði og föln-

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.