Ljósberinn - 01.08.1940, Qupperneq 13

Ljósberinn - 01.08.1940, Qupperneq 13
LJÖSBERINN 129 UKGU VIKIR! Máske hafið þið heyi’t talað um það, eða lesið sjálf um það í clag'blöðunum, hve af- brotum barna og unglinga f jöjgar ört. Slíkt er alvarlegt íhugunarefni. En við ykkur, sem lesið Ljósberann, vildi ég segja þetta: Villist ekki burt, frá Guði föður og frels- ara ykkar, Jesú Kristi. - Biðjið Guð að varðveita ykkur frá hinum vondu vegum. Við freistingum gæt þín og falli þig ver, ]jví freisting hver unnin til sigurs þig ber, gakk öruggur rakleitt mót ástríðu her, en ætíð haf Jesúm í verki meö þér. Hinn vonda soll varast, en vanda þitt mál, og geymdu nafn Guðs þíns í grandvarri sál; ver dyggur, ver sannur, því Drottinn ])ig sér, haf daglega Jesúm I verki með þér. Bezta ráðið til þess, að varast hinn vonda soll, er, að vera vandur að vali félaga. Guðr rödd hið innra í ykkur (samvizkan), segir ykkur hvað þið eigið ekki að gera. Og' vilji félagar ykkar lokka ykkur til að gera eitt- hvað slíkt, þá leiðið þeim fyrir sjónir, að þetta sé á móti Guðs vilja, en vilji þeir ekki á ykkur hlýða, þá yfirgefið þá og slítið öllum félagsskap við þá. Legg'ið leið ykkar á þá staði, þar sem starfað er fyrir æskulýðinn í anda krist- innar trúar. Hvort heldur þið eruð félag- ar í deildum K. F. U. M. eða í Unglinga- stúkum I. 0. G. T. eða hvortveggja, þá verið trú heiti ykkar. mikill vandi að leysa úr þeirri spurningu, hverjum hann varð til mestrar blessunar. Um kvöldið sagði Lotta við bróður sinn: »Hinrik, þetta var dásamleg og stórkost- leg hugmynd, að gefa beykisbörnunum aprikósukökuna. Ef við hefðum ekki gert það, þá hefðum við ekki helclur getað gert mömmu svona glaða í dag'«. J:m. Trflr skaltu vera og tryggur i lund, þá mun tíðin þér hamingju flytja. Varfærin tunga og verkafús mund þér mun verða til hagsælla nytja. Oft má h,ið smáa til upphefðar ná, ef þú gáir að veginum rétta. Láttu nú sjá að þú leiðina þá leggir ávallt um sléttur og kletta. Já, ungu vinir, sem þetta lesið, þegar þið heyrið eða lesið um það, hvað margir villast, þá setjið ykkur það mark og mið, að varast hinn vonda soll. En gerið meira. Reynið að hjálpa þeim, sem þið sjáið að eru að snúa út á hinn breiða veg, sem til glöt- unar iiggur. Biðjið Drottinn ykkar og' frels- ara að gefa ykkur kraft til þess. O faðir, ger mig lítið ljós um lífs mlns stutta skeið, til hjálpar hverjum hal og drós, sem hefir villzt af leið. 0 íaðir, ger mig blómstur blítl, sem brosir öllum mót, og kvíðalaust við kalt og hlýtt er kyrrt á sinni rót. 6, faðir ger mig ljúflingslag, sem llfgar hug og sál og vekur sól og sumardag, en svæfir storm og' bál. ö faðir, ger mig styrkan staf að styðja hvern sem þarf, unz allt það pund, er Guð mér gaf, ég gef sem bróðurarf. ó faðir, ger mig sigursálm, eitt signað trúarlag, sem afli blæs I brotinn hálm og breytir nótt I dag. Lærið þennan fagra sálm og' gerið hug- sjónir hans að lífsstefnu ykkar, þá verðið þið foreldrum ykkar til gleði, landi ykkar til blessunar — og Drottni til dýrðar. J. H.

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.