Ljósberinn - 01.08.1940, Síða 17
LJÓSBERINN
133
bezta leikfélaganum s,vo mikilla kvala
og þjáninga.
Demant bar kvalir sínar meö hinni
mestu stillingu og lét, á engu bera. En þeg-
ar Georg ætlaði að sýna honum samúo
sína og nálægðist hann, sýndi hann hon-
um tennurnar og urraði til aðvörunar.
Það var eins og hann vildi segja: »Farðu
burtu! Þú hefir komið illa fram við mig,
þó'að ég hafi stöðugt verið þér tryggur.
Vertu aðeins feginn, að ég launa ekki illt
með illu«.
»Nú, jæja, hann er nú ekki annað en
hundur«, hugsaði Georg, »og fyrst hann
óskar ekki eftir að vera vinur minn, getur
hann látið það vera; mér stendur á sama«.
En svo var nú þó ekki. Georg var í rauft
og veru mjög sorgmæddur yfir hrekkjar
bragði sínu og yfir hinni glötuðu vináttu
við Demant. Slæm samvizka kvaldi hann
stöðugt,
Nokkrum vikum seinna komu langvar-
andi rigningar og fljótið varð stöðugt
vatnsmeira. Það hafði skifzt í tvær,
straumharðar kvíslir, og eftir þeim flaut
allskonar rekadót, Georg og félagar hans
höfðu mikla ánægju af öilu því, sem rak
með strauminum, og þegar trjábolir kcmu
svo nálægt bakkanum, að drengirnir gátu
stokkið út á þá, hættu þeir í gáleysi lífi
sínu við þennan hættulega leik.
Og það fór líka illa að lokum. Við mis-
lreppnað stökk hrasaði Georg á stórum
trjáboli og féll í fljótið, sem reif hann
fljótt með sér, án þess að nokkur félaga
hans reyndi að hjálpa honum.
Demant hafði setið á fljótsbakkanum.
Augu hans fylgdu. Georg eftir — um leið
og hann hvarf undir yfirborð vatnsins;
en þegar honum skaut upp aftur og hann
baðaði út höndunum í dauðans skelfingu,
hallaði hundurinn undir flatt og gaf hon-
um nánar gætur. Það var eins og hann
vildi segja: »Lærðu nú, hvað það hefir að
segja, að vera yfirgefinn af vinum sínum
og að breyta aldrei framar illa gagnvart
neinum!« En nú skildu allir drengirnir
loks, að það var um líf eða dauða að ræða
fyrir Georg, og svo kölluðu þeir til hunds-
ins: »Út eftir honum, Demant! Út eftir hon-
um Demant!« Og í einum spretti þaut
hundurinn út í fljótið og synti hratt aö
hinum drukknandi dreng, sem nú hafði
misst meðvitundina. Þegar Demant komst
að honum, náði hann góðu taki á fötum
hans með sínum sterku tönnum, og svo
synti hann að bakkanum. Það var mjög
erfitt verk; en viljugar hendur teygðu sig
eftir hundinum, og skömmu síðar lá Georg
í grasinu, þar sem drengirnir reyndu að
vekja hann til lífsins með lífgunaraðferð-
um, sem notaðar eru við drukknaða, menn.
Demant s.tóð magnþrota og horfði á
þá, svo hrissti hann sinn rennvota pels
og fór því næst, rólegur leiðar sinnar. Nú
hafði hann sannað að hann var of stór-
lyndur til að vilja hefna sín fyrir þær kval-
ir, sem Georg hafði verið valdur að forð-
um. —- Hami liafdi Immað Hlt með góðu.
En þið getið bara ímyndað ykkur, börn-
in góð, að upp frá þessum degi elskaði Ge-
org hundinn sinn af öllu hjarta og hann
gleymdi aldrei að sýna honum ást sína og
þakklæti. Demant hafði snert hann djúpv
með sínu frábæra, innræti, og hann hafoi
kennt honum blessunarríka lexíu, það er
að segja: Breytið vel við óvini yðar, og
þetta leitaðist Georg ávallt við að gera síð-
an, sjálfum sér og mörgum öðrum til gæfu
og gengis.
M. G. þýddi.
Sólskinsvísur.
I dag er auðséd, Drottinn minn,
dýrð pín gœskuríka-,
maður heyrir málróm pinn,
maður sér pig líka.
Fögur sjón er sól og vor,
sumar, haust og vetur,
auðlegð pína og yndisspor
enginn talið getur. (P. Ó.).