Ljósberinn - 01.08.1940, Side 23

Ljósberinn - 01.08.1940, Side 23
LJÓSBERINN 139 í hinum mikla bardag'a fyrir frelsi þræl- anna. 22. kap. Abraliam Lincoln. I Baltimore var enginn tími til neinna heilabrota. Lénharður var undir eins inn- ritaður í nýliðadeild, fékk Qinkennisbún- ing, og svo tóku við heræfingar frá morgni til kvölds, með sáralitlum frístundum. Hann varð nú aá þræla engu minna en á meðan hann hafði verið þræll. Nýliðanám' inu var hraðað sem verða mátti, því að herinn þarfnaðist allra þeirra hermanna, sem kostur var, sérstaklega nú, þegar hin- ar stórkostlegu fyrirætlanir Grants hers- höfðingja áttu að komast í framkvæmd. 1 hvert skifti sem nokkurn veginn var bú- ið að þjálfa hverja deild, var hún óðara send brott, annað hvort til Sheridans her- liðsins í Alleghanyfjöllunum, eða til Sher- manns herliðsins lengst. suður á landsenda. Félagar Lénharðar í deildinni voru flest- ir nokkru eldri en hann, og nú kom hon- um að góðu gagni, að hann var vanur erf- iðri vinnu. Þrátt fyrir æsku sína, var hann fyllilega jafnoki þeirra í hinum erfiðu æf- ingum. Kveld eitt, þegar hann kom heim í her- mannaskálann, var honúm fengið bréf, sem leit, út fyrir að hafa farið margra á milli. Hann greip það með fögnuði, því að hann, þekkti rithönd Hinriks á utanáskrift- inni. Bréfið byrjaði þannig: »Kæri vinur. Loksins erum við búin að frétta, að þú ert á lífi, og hvar þú ert niður kominn. Það hefir ekki liðið svo nokkur dagur, og varla einn klukkutími, að við höfum ekki hugsað til þín, og við höfum, allt að þessu, ekki getað notið neinnar sannrar gleði yf- ir frelsi okkar. Meira að segja, María litla hefir oft spurt um, »hvort Lénharður frændi« færi nú ekki bráðum að koma, eða hún hefir verið að tala um vonda skógiitn. sem hefði tekið hann. Nú er sú sára sorg frá okkur tekin, og það varð þann hátt, sem nú skal greina: Smith kaupmaður, sern þú kannast við að heiman, og sem þú hjálp- aðir um ferðapeninga, þegar húsið hans var brennt ofan af honum, kom til föður míns í morgun og sagði honum, að hann hefði talað við Becker smíðameistara i þýzka iðnaðarmannafélaginu. Becker sagði honum frá því, að hann hefði fengið bréf frá syni sínum, og í því bréfi hefði verið spurst fyrir um, hvort Langdcin kaupmað- ur frá Vestur-Virginíu væri ekki kominn til Philadelfíu. Og ungi Becker skrifaði, að verið gæti að herra Smith, sem sjálfui væri kaupmaður, og frá sömu borg*, kynni ef til vill að vita eitthvað um það, Og þarna var nú komið til hins rétta manns, og þú þarft ekki að efast um, að það varð bæði gleði og fögnuður hjá okk- ur, þegar herra Smith sagði okkur, að hér væri um að ræða fyrirspurn og kveðju frá þér. Pabbi fór á stundinni til Beckers smíðameistara og fékk að lesa síðasta bréf- ið frá syni hans, og fékk þá að vita, að þú hefðir verið sendur til nýliðadeildarinnar í Baltimore. Það voru engin undur, þó að erfitt væri fyrir herra Becker að finna okkur. Við bú- um nefnilega. alls. ekki í Philadelfíu, held- ur í Jitlum bæ, sem heitir Norristown, og liggur nokkuð þaðan. Pabbi hefir keypt góða verzlun hér — svo fylgdi nákvæm utanásrift. — »Þetta er öllu fremur þorp en bær, en er í mikilli framför. Hér er ákaflega fagurt landslag* og skógur skammt frá þorpinu. Eh okkur er með öllu ómögulegt að fá Maríu litlu til að koma þangað, hún er svo dauöhrædd við allt, sem heitir skógur, síðan þú hvarfst okkur«. ------Hinrik sagði þessu næst frá þvi, hvernig þau hefðu hitt lítinn fallbyssubát, undir eins sama morguninn sem þau yfir- gáfu litlu víkina, og komist þannig* undir eins í öryggi á bak við herlínuna. Til Phila- delfíu höfðu þau svo komist sjóleiðis.

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.