Ljósberinn - 01.08.1940, Page 24
140
LJÓSBERINN
Lénharður las bréfið aftur og aftur við
daufa og ósandi ljóstýru og var svo nið-
ur sokkinn í það, að hinn mikli hávaði af
samræðum félaga hans og hlátrasköllurn
lét í eyrum hans eins og fjarlægur kliður.
Honum heppnaðist að ná í ritföng, og hann
noitaði tímann þangað til að blásið var til
hvíldar, til að setja saman bréf til íinriks
Langdons.
Tíminn leið fljótt í þessu tilbreytinga-
lausa og erfiða hernámi. Sunnudagurinn
einn knm með cfurlitla tiibreytingv. Þá
gekk Lénharður skemmtigöngur í hinni
fögru borg, eða virti fyrir sér skipafjöld-
ann við bryggjurnar á Patapscof-fljótinu,
þar sem hinar fögru Baltimore-skonnortur,
hin hraðsigldustu seglskip hafsins, sýndu
hin himingnæfandi möstur og listfenga
reiðabúnað. Hin einstöku, blökku gufu-
skip, sem lágu á meðal þeirra, litu út eins
og biksvartir koJamokarar innan um hefð-
arfrúr í skrautklæðum.
Á einni slíkri skemmtigöngu mætti Lén-
harður svertingja einum, sem gekk stát-
inn og bíspertur og var í einkennisbúningi
Norðanmanna. Þegar hann sá Lénharð,
vældi hann af gleði og þaut í sprettinum
til hans, klappaði honum öllum, og' bunuðu
úr honum ósköpin öll af sundurlausum og
lítt skiljanlegum setningum. Nú þekkti
líka, Lénharður þennan svarta stríðsmann,
og var það honum mikið fagnaðarefni. En
stríðsmaður þessi var fornvinur hans,
Toiby, sem áður var þræll á Eikarlundi.
Þegar þeir höfðu báðir jafnað sig dálít-
ið, hafði Toby langa sögu að segja um það,
hvernig hann með aðstoð frelsissinna hafði
sloppið frá húsbónla sínum, sem hafði
keypt hann, og komist til Noorfolk í Virg-
iníu. Þaðan komst hann í skip til Balti-
mo>re, en varð að vinna um borð fyrir far-
gjaldinu. 1 Baltimore gekk hann í nýstofn-
aða svertingjaherdeild, sem var sett á
laggirnar Sunnanmönnum til storkunar,
og nú var Toby í hersetu. í smábæ einum
þar í grenndinni. Lénharður spurði hann,
hvort hann vissi nokkuð um herra Trevor
eða, Filippus, en um þá hafði hann ekkert
heyrt, en vissi aftur á móti, að Hrólfur var
í Richmond.
Það urðu nú langar umræður milli þess-
ara fornvina, sem báðir höfðu fengið að
kenna á grimmd þælahaldsins, og áttu nú
að taka þátt í bardaganum til þess að upp-
ræta bölvun þessa. Mættust þeir síðan
venjulega á hverjum sunnudegi.
Einn af síðustu dögum ársins var allt
í uppnámi á setuliðsstöðvunum. Löngu áð-
ur en dagrenningin hafði sigrað myrkur
næturinnar, var gerð nákvæm rannsókn á
öllum einkennisbúningum og öll vopn
grannskoðuð og fáguð.
Svona mikill hafði handagangurinn al-
drei verið áður, enda voru ungu mennirnir
alveg hamslausir. Sú fregn hafði sem sé
komið fyrir nokkrum dögum, að hinn mikli
hafnarbær, Savannah, hefði verið tekinn
af Shermann hershöfðingja, og ástæðan
fyrir þessum fjörkipp og áhuga var meðal
annars sú, að búist var við sjálfum for-
setanum, Abraham Loncoln. Hann var
kominn beina leið frá Washington, til þess
að blása sjálfur hugrekki og áhuga í brjóst
herdeildunum frá Maryland.
Jafnvel þó að hið leiðinlega snurfus ætti
ekki venjulega upp á háborðið hjá nýlið-
unum, urðu þeir ekkert annað en áhug-
inn og skylduræknin, svo að allt, sem
glansað gat, ljómaði eins og það hafði al-
drei gert áður.
Og loks. kom hið langþráða, hátíðlega
augnablik, þegar allar setuliðsherdeildirn-
ar stóðu á hinu víðáttumikla skrúðgöngu-
sviði.
Það var fagur vetrardagur. Harðleik-
inn norðangarður með fannburði hafði
gert enda á síðustu minningum haustsins,
en sólin sendi geislaflóð sitt yfir sjónarsvið-
ið, eins og hún gerir jafnvel um miðsvetr-
arskeið á breiddarstigi Suður-ltalíu. Hin
tindrandi og svalandi snjóbreiða skar
óþægilega í augun og gerði alla skugga
dökkbláa. Og* ef reynt var að hvíla augun