Ljósberinn - 01.08.1940, Síða 30
146
LJÓSBERINN
Hvað segfja börnin?
Grasaferð.
Það var snemraa morguns. Fuglarnir
voru nývaknaðir og farnir að syngja.
En þó var fólkið í Dal komið á fætur.
Það var líka von að það færi snemma, því
það ætlaði til gi’asa og þurfti langt að fara.
Yngsti sonur hjónanna átti líka að fá að
fara og var kominn út á hlað, heldur patt-
aralegur að gá til veðurs.
Svo voru. hrossin komin í hlaðið. Fólkic
kvaddi nú hjónin, því að þau ætluðu að
vera heima. Síðan var haldið af stað.
Fólkið hlakkaði til ferðarinnar. Það þekkti
þá ánægju, að labba í hægðum sínum um
hlíðarnar.
Þegar komið var á áfangastaðinn, tók
hver sinn poka. og piltarnir hrossin og síð-
an var farið að tína grösin. Eftir dálítinn
tíma var fólkið orðið svangt og tók upp
nestið, sem það hafði með sér. Síðan fór
það aftur að tína.
Svo eftir langan tíma sér fólkið að loft-
ið er orðið skýjað og þótti því kominn timi
til að fara heim, enda voru. allir orðnir
sárir á höndunum og með fulla poka. Svo
var lagt af stað heimleiðis, og fólkið flýtti
sér á undan rigningunni, sem var að koma,
og þegar það reið í hlaðið í Dal, var kom-
inn suddi. Og fólkið fór strax að hátta,
þreytt, en ánægt. eftir skemmtilegan dag.
En úti snddaði rigningin og fuglarnir
birgðu sig- niðui' í hreiðrum sínum cg biðu,
þess, að morgundagurinn kæmi með sól
og hita.
Sigtvriaug Guðjönsdóttir.
Lóan. /
Það var einn góðan veðurdag í vor, að
ég var að sækja hrossin suður yfir Axar-
kíl. Ég rak þau öll á undan mér og sat á
mesta gæðingnum. Þegar ég kom heim
undir bæinn, fóru tryppin að stökkva út
undan sér, eins og þau væru að elta eitt-
hvað. Ég fór af baki til að athuga þetta
og þá sá ég lóu, se.m ekki gat flogið. Ég
sá ekkert að henni annað en það, að efri
gog'gurinn var brotinn. Ég fór með lóuna
heim, en hún át Jítið hjá okkur og eftir
þrjá daga dó hún, eflaust af matarleysi.
Annað hvort hefir hún ekki haft lyst á
því, sem henni hefir verið boðið eða hún
hefir ekki getað fært. í nyt vegna þess, að
hún var meidd. Næsta sunnudag á eftir
saumuðum við kassa úr pabbá, því að tré-
smiðir vorum við ekki. Síðán rifum við
stykki úr ónýtri flík og höfðum fyrir lík-
klæði. Við lögðum svo lóuna í kassann og
ofan á hana slaufu úr rauðu silki. I slauf-
una var nældur miði, sem fáein kveðjuorð
voru rituð á með svörtu bleki, og þar á
meðal þessi litla ferhenda, sem öllum er
kunn:
Allar stundir okkar hér
er mér ljúft að muna;
fyllstu þakkir flyt ég þér
fyrir samveruna,
Síðan fó-rum við með kistuna suður á
tún og tókum gröf, þar sem okkur þótti
heppilegast vegna umferðar.. Ekkert lag
var sungið og þegjandi mokuðum við ofan
í gröfina.
Unrmr Kristjámsdóttir.
Ferð austur á Papós.
Almannaskarð heitir skarð, sem er í
fjallgarðinum milli Nesjasveitar og Lóns.
Það var í júní í sumar að »Barnafélagið
Von« tók sér ferð á hendur upp á Al-
mannaskarð, en þaðan er talið eitt falleg-
asta útsýni hér á landi.
Um kl. 4 nóttina áður en farið var, voru
ílestir krakkarnir farnir að hreyfa sig úr
rúmunum, því enginn vildi víst láta standa
á sér. Það hafði nú ekki öllum orðið svefn-
samt um nóttina, tilhlökkunin var svo
mikil.
Við. áttum að vera komin út á Landteigs-
bakka stundvíslega kl. 6 f. h. Þaðan var
farið á »trillu« út á Höfn og voru þeir
pabbi og Ari á Borg með okkur. Ferðin
gekk stórslysalaust, »trillan« strandaöi