Ljósberinn


Ljósberinn - 20.05.1933, Page 2

Ljósberinn - 20.05.1933, Page 2
130 LJOSBERINN Boðorð — Fyrirheit. Heiðra föður þinn og móður —r til þess að þér vegni vel og þú verð- ir langlífur. — Efes. 6, 2.—3. Þetta eru gTundvallarlög mannlífsins. Guð, seni gaf okkur þessi lög, hann gaf okkur líka frjálsræði til að brjóta þau. En hvort sem við höldum þau eða brjótum, þá mun þó lífsreynslan sann- færa okkur um, hve heilög þau eru. Margir halda í æsku, að þeir geti að ósekju bakað foreldrum sínum sorg. En með aldrinum komast þeir að raun um, að lífið verður þungbært þeim, er særa hjörtu foreldra sinna viljandi. Kæru börn, sem lesið eða heyrið þessi orð: verið góð og hlýðin föður ykkar og móður meðan þið hafið þau hjá ykkur, svo að þið þurfið ekki að gráta iðrun- ar- og ásökunartárum, þegar þau eru horfin frá ykkur. Látið föður og móðir fá að sjá það, að þið metið umhyggju þeirra, erfiði og' fórnir ykkar vegna. Gerið ykkur það ljóst, að allar hugsanir þeirra snúast um ykkur. Gleð þú föður þinn og móður með- an þau eru á lífi. Það er of seint þeg- ar þau eru dáin. Kæri unglingur, sem ert hættur aó biðja bænirnar, sem mamma þín og pabbi kendu þér; þú, sem lítilsvirðir þann Guð, sem hefir verið traust og at- hvarf foreldra þinna; þú, sem gengur á þeim vegum, sem faðir þinn og móð- ir eru hugsjúk yfir - - ó, hugsaðu þig um, hvílíka sorg þú bakar þeim með framferði þínu! Þú veizt hversu þau elska þig, og þú veizt hvernig þau biðja fyrir þér; þú veizt að þau gráta þín vegna. Hvert skref sem þú gengur á breiða veginum, er eins og hnífstunga í viðkvæm .hjörtu þeirra. Hvernig getur þú fengið þig til slíks athæfis? Hvernig getur þú leikið þér að þeirri synd, sem særir hjörtu for- eldra þinna ólífissárum? En ykkur, kæru ungu vinir, sem fyrir áminningar og bænir föður og móður hafið valið að ganga á Guðs vegum, ykk- ur vil ég minna á þetta: Heitasta þrá foreldra ykkar er að fá að sjá kristin- dóm ykkar í aaglega lífinu — að ávext- ir hans komi í ljós á heimilinu, — ekki aðeins gagnvart þeim sjálfum, heldur og í umgengni við systkini ykkar og aðra heimilismenn. Þau þrá að sjá alt dagfar barnanna sinna mót- ast af sönnum kristindómi. Heiöra föður þinn og móður! Þetta boðorð er stílað beint til þín. Það er fyrsta boðorðið með fyrirheiti: Ef þú heldur það, þá vegnar þér æfinlega vel. Guð hjálpi þér til þess! O'. Hallesby. Á. Jóh. ----■»><*><•--- Tónsnillingurinn mikli og syst.ir hans. Fyrir meira en hálfri annari öld áttu tvö systkini heima í smábænum Salz- burg í Austurríki. Þau hétu Wolfgang Mozart og Anna Mozart. Faðir þeirra var söngkennari og börnin hans voru langduglegustu nemendurnir. Sagt er að Anna hafi verið orðin leikin j að spila á slaghörpu, þegar hún var 6 ára, en þó gat Wolígang náð ennþá fegri tón- um úr þessu gamla hljóðfæri. Enginn þarna í dalnum hafði heyrt nokkurt barn slá gömlu hörpuna svo yndislega. En sú var tíðin, að foreldrarnir voru bláfátæk, svo að þau höfðu stundum ekkert til inatar og urðu börnin þá aö leggjast svöng til svefns. En þau voru sæl og glöð þrátt fyrir það. Einu sinni kom þeim til hugar að ganga út í skóginn og réð Wolfgang ferðinni. Anna hafði það helzt í huga,

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.