Ljósberinn - 01.02.1947, Side 4
24
LJÓSBERINN
Pegar ég var barn
Ég er fæddur og upp alinn í Laufási
við Eyjafjörð. Við sýstkinin vorum 5. og
með okkur ólzt upp drengur, sem Sigurð-
ur hét, alltaf nefndur Siggi í daglegu tali,
sonur vinnulijúa, sem voru gift hjá föð-
ur mínum. Hann var nokkurn vegin jafn-
aldri minn, en ég var þó elztur krakkanna
og réð því mestu í liópnum.
Þar sem ein kvíslin úr Fnjóská fellur
fram í fjörðinn, er löng eyri og slétt, sem
nefnd er Laufáseyri. Þar rak upp mikið
af skeljum, skelkussum, kúfungum,
meyjadoppum og hörpudiskum. Þetta
kölluðum við krakkarnir einu nafni
„gull“, tíndum það í fjörunni, fluttum
heim, röðuðum því og flokkuðum, og
höfðum fyrir kýr, kindur, hunda, ketti
o. s. frv.
Eitt sinn var ég niðri á Laufáseyri um
vortíma að tína „gull“ handa yngri syst-
kinmn mínum. Ég hef þá verið um 7 vetra
gamall. Þegar ég kom fram undir eyrar-
oddann, kemur vætukjói úr háa lofti og
ber mig með vængnum. Hann renndi til
Hið hörmulega er, að ég gerði ekki það
sem ég vissi, að mér bar að gera og varð
•gerspilltur unglingur. Ég bef ekkert mér
til afsökunar. En hve ég vildi óska, að
ég hefði verið gott barn. Ó, að ég hefði
sótzt eftir því sem gott var.
Foreldruni þínum þjóna af dyggð',
það má gæfu veita;
varastu þeim að veita Btyggð,
viljirðu gott barn heita. (H. P.)
hvað eftir annað og barði mig mörg högg,
svo að ég varð bæði hræddur og reiður.
Mér þótti minnkun að flýja fyrir svo lít-
illi skepnu og kom í hug, að hann mundi
eiga egg þar nálægt; fór ég því að leita
og fann hreiðrið fljótlega með 2 eggjum
í. Ég tók stein, kastaði honum í eggin og
molaði þau bæði. „Hafðu nú þetta fyrir
liöggin“, sagði ég við kjóann; en þegar
hann sá missi sinn, fleygði hann sér nið-
ur á eyrina, baðaði vængjunum og bar
sig aumkunarlega. I bræði minni þótti
mér vænt um, hve illa hann bar sig, og
þóttist hafa liefnt mín vel.
En á leiðinni heim, þegar mér, með
„gullaskjóðuna“ á öxlinni, var runnin
reiðin, fór ég að hugsa um þetta og fann
þá, að þetta var illa gert. Það var ekki
af vonzku, en sökum móðurástar, að kjó-
inn fór að berja mig; hann var að verja
afkvæmi sitt, og ég fann þá, að hann
átti eggin, en ekki ég, og að ég hefði rangt
gert að spilla því, sem honum þótti vænt
um. Ég iðraðist því eftir verkið og sagði
krökkunum upp alla sögu, þegar heim
kom. Eftir nokkurt umtal gerðum við það
með okkur, að við skyldum aldrei framar
mölva egg fyrir fuglum, og það var efnt.
En annan ljótan sið höfðum við fyrir
og eftir þennan tíma. Við tókum egg frá
fuglunum og létum sjóða þau í matinn
lianda okkur. Að því var aldrei fundið
við okkur, svo við hugsuðum ekkert um
þetta annað en það væri rétt í alla staði
og mætti svo vera.
Þegar ég nú minnist þess, hve vænt