Ljósberinn - 01.02.1947, Qupperneq 13
LJÓSBERINN
33
XXI.
Barnardo vinnur fyrsta sigur sinn.
Frá þessum degi voru fátæki „götu-
flakkarinn“ ög læknastúdentinn beztu
vinir. Barnardo sagði kunningjum síiyim
frá fóstursyni sínum. Og brátt kom hann
Jim í festur til verkamannafjölskyldu,
sem átti heima skammt frá sjúkrahúsinu,
er hann vann við.
Hr. og frú Jones voru ekki rík, en áttu
nóg fyrir sig. Þau voru bæði kristin og
þótti þeim því sérstaklega vænt um starf
það, sem Barnardo vann fyrir fátækustu
börnin í hverfinu.
Nú þurfti Jim ekki lengur að hafa
áhyggjur vegna daglegra þarfa sinna.
Ilann var næstrnn óþekkjanlegur fyrir
sama dreng. Fyrst var hann færður í bað,
og frú Jones þvoði honum liátt og lágt,
unz granni kroppurinn hans var orðinn
ljósrauður.
„Komdu hingað, Edward“, kallaði hún
til manns síns. „Sjáðu, hversu horaður
hann er, litla skinnið“.
„Þetta er hræðilegt að sjá“, sagði hr.
Jones. „Við verðum að sjá um að hann
fái ætan bita. Það er hægt að telja í hon-
um rifbeinin“.
Höfuð hans var vandlega kembt og frú
Jones velti vöngum yfir öllum vargnum.
Gömlu fatagörmunum hans var brennt,
enda voru þeir til einskis nýtir. En í stað-
inn fékk hann hrein og ný föt.
Jim var yfir sig hrifinn. Hugsa sér:
Ný ullarskyrta, fín, hvít skyrta og svartir
sokkar. Auk þess jakki og buxur úr sama
efni. Jim liafði aldrei ’ eignast slík föt.
Þær fáu flíkur, sem hann hafði klæðst,
voru útslitnar áður en hann eignaðist þær.
Hann fékk einnig nýja stígvélaskó. En
skó með heilum sólum hafði hann ekki
átt síðan hann fór í skemmtiferðina forð-
um með Anthony og Jane.
Barnardo stundaði nám sitt og skólann
af hinum mesta áhuga. Félagar hans virtu
hann fyrir dugnaðinn, en mörgum þeirra
sýndist hann harla einkennilegur náungi.
Þeir komust nefnilega að því, að hann
prédikaði fyrir fólk stöku sinnmn í frí-
stundum sínum á auðu svæði rétt hjá
sjúkrahúsinu. Það voru að vísu margir,
sem töluðu á strætum og gatnamótum, en
þeim virtist að stúdent ætti ekki að leggja
slíkt fyrir sig. En Barnardo sinnti engu
spotti félága sinna.
I nánd við sjúkrahúsið var alræmd krá.
Kvöld nokkurt ákvað Barnardo að gera
/