Ljósberinn - 01.02.1947, Blaðsíða 15
LJÓSBERINN
35
til að greina frá því, hverjir hefðu verið
upphafsmenn að árásinni, en hann neit-
aði því.
„Eg kom til þess að prédika fagnaðar-
boðskapinn, en ætla mér ekki að leita
til réttvísinnar“, sagði hann.
Það hafði mikil áhrif á gesti krárinn-
ar, þegar þeir fréttu, að Barnardo vildi
ekki afhenda lögreglunni málið. Seinna
sendu þeir sendinefnd til sjúkrahússins
og höfðu spurnir af líðan Barnardos.
Og þeir lofuðu því hátíðlega, að í fram-
tíðinni skyldu þeir ekki skerða eitt ár
á höfði hans.
Barnardo lá sex vikur, en liann hafði
unnið mikinn sigur.
XXII.
Barncrdo segir frá Jim og félögum hans.
í þeim liluta af Norður-London, sem
heitir Islington, var stór skáli, sem var
einkum notaður fyrir vörusýningar.
Kvöld nokkurt, í október, átti að halda
þar fjölmennt mót. Kristniboðar víðs veg-
ar úr heiminíun ætluðu að koma sam-
an og ræða um starf sitt. Hvert sæti í
skálanum var setið, þegar prestur, dr.
Davidson að nafni, kvaddi sér hljóðs og
flutti ,ávarp. Á palli fyrir framan ræðu-
stólinn sátu þekktir áhrifamenn frá
Bretlandi og nýlendunum. Þeir voru
heiðursgestir. Einn þessara manna var
Barnardo.
Kristniboðarnir stóðu upp hver af öðr-
Um og skýrðu frá starfi sínu meðal hinna
framandi þjóða. Einn sagði frá veru sinni
ttieðal negranna í Afríku, annar frá
hættusömu starfi í Kína, sá þriðji ræddi
um Indland. Seinna um kvöldið gekk dr.
Davidson til Barnardos og hvíslaði ein-
hverju að honurn. Barnardo varð eld-
rauður í framan og hristi höfuðið. En dr.
Davidson mælti: „Jú, þér verðið að gera
þaö. Barnardo“.
Skömmu seinna stóð presturinn í ræðu-
stólnum. „Kæru vinir“, sagði hann, „því
miður hefur einn þeirra ræðumanna, sem
hér ætlaði að tala í kvöld, tilkynnt for-
föll sín. En hér inni hjá okkur er ungur
maður, sem hefur unnið þarft og gott
starf fyrir fátækustu börnin í þessari
borg. Þetta er ungur læknanemi, Thomas
Barnardo að nafni, og hefur hann í
hyggju að gerast kristniboði í Kína.
Thomas Barnardo mun nú segja ykkur
frá starfi sínu í Eastend“.
Barnardo riðaði á fótunum, þegar hann
stóð upp og gekk í áttina til ræðustólsins.
Þetta kom honum algjörlega á óvart.
Hann liafði aldrei flutt fyrr ræðu á fjöl-
mennum fundi. I huganum leitaði hann
til Guðs um hjálp. Hann steig, fölur og
kvíðinn, upp í ræðustólinn. Það lá við
að honum sortnaði fyrir augum, þegar
hann leit yfir mannfjöldann. Hann vissi
tæplega, livað hann átti að segja, en allt
í einu var eins og slæða væri dregin frá
augum hans, og liann sá greinilega fyrir
sér Eastend með þröngum, óhreinum göt-
um, þar sem guggnir menn og tötralegir
drengir reikuðu um.
Ilægt og hikandi byrjaði hann að tala.
Hann sagði fi’á litla drengnum, sem hafði
staðið við eldinn og ekki vildi fara, um
þá ellefu, sem hann hafði fundið sofandi
á þakinu nóvemberkvöldið minnisstæða,
og alla þá, sem liann hafði séð hjálpar-
þurfandi á götum úti. Smátt og smátt