Ljósberinn - 01.02.1947, Qupperneq 16
36
LJÓSBERINN
náði hann sér á strik og gleymdi algjör-
lega óframfærni sinni.
Þegar hann hafði lokið máli sínu, varð
þögn í nokkur augnablik. Síðan dundi
lófaklappið yfir. Hann stóð kyrr í ræðu-
stólnum og undraði sig á þessu. Var það
fyrir honum, sem klappað var? Hann
hafði ekki ímyndað sér, að frásögn hans
yrði tekið svona vel. Og klappið hélt
áfram. Nú var klappað í takt. Hann hrökk
við, eins og af dvala. Hann hneigði sig
klaufalega og gekk til sætis síns.
Þegar hann í fundarlok gekk út úr
salnum, fann hann einhvern koma við
handlegg sinn. Það var ung stúlka. Hún
var sýnilega mjög hrærð, því að tár glitr-
uðu í augum liennar.
„Afsakið. Viljið þér gera svo vel og
lofa mér að tala við yður nokkur orð?“
„Já, sjálfsagt, með ánægju“.
„Eg hef dregið saman nokkrar krónur,
sem ég hafði í hyggju að gefa til kristni-
boðsstarfs í Kína. En viljið þér nú ekki
nota þessa peninga til starfsemi yðar?
Ég kenni svo sárlega í brjósti um Jim
og félaga hans“.
Barnardo leit undrandi á stúlkuna.
Hann var á báðum áttum, livað hann
skyldi gera. Hingað til hafði hann sjálf-
ur ásamt vinum símun annazt öll út-
gjÖld. Átti hann að taka á móti þeim pen-
ingum, sem stúlka þessi hafði unnið sér
inn, ef til vill með miklu striti og erfiði?
En áður en hann tók nokkra ákvörðun,
lagði hún lítinn pakka í hönd hans.
Þegar liann kom heim, sá hann, að
í pakkanum voru aðeins örfáar krónur.
Honum þótti mjög vænt um þessa gjöf.
Ekki vegna peninganna, heldur vegna
þess að þetta var fyrsta gjöfin, sem áskotn-
aðist, af manneskju, sem vissi aðeins um
starf hans, en þekkti hann sjálfan ekki
minnstu vitund.
XXIII.
„Þetta skal öll London fá aö vita“.
Dag nokkurn fann bréfberinn Barn-
ardo hvergi nokkurs staðar. Og hann var
reglulega gramur, því að hann ætlaði að
koma honum þægilega á óvart.
Hann þurfti að afhenda honum stórt
bréf, sem skjaldarmerki var á. Hann
hinkraði við og velti bréfinu fyrir sér,
ætlaði að skilja það eftir hjá nágrannan-
um, en hætti svo við það og gekk niður
tröppurnar. Slíkt bréf sem þetta var ekki
hægt að trúa Pétri eða Páli fyrir.
Hjá hliðinu mætti hann Jim, sem liann
þekkti vel. Þeir atliuguðu bréfið í sam-
einingu. Hvað þurfti sjálfur jarlinn af
Shaftesbury að skrifa Barnardo um?
Bréfberinn reyndi að hafa taumhald á
forvitni sinni. Átti hann að afhenda Barn-
ardo bréfið og forvitnast um innihald
þess, eða átti hann að láta Jim fá það,
sem myndi fara með það á sjúkrahúsið,
þar sem Barnardo vann? Niðurstaðan
varð sú, að Jim fékk bréfið.
Barnardo varð undrandi, þegar hann
sá skjaldarmerki jarlsins á bréfinu. „Hvað
heldur þú að þetta sé, Jim?“
„Opnaðu það“, sagði Jim.
„Nú, það get ég auðvitað. Réttu mér
hnífinn þarna“.
Jarlinn bauð Barnardo til miðdegis-
verðar að Grosvenor Palads.
Þó að eldingu hefði slegið niður, myndi
Barnardo ekki hafa orðið jafn hissa. Að-
eins einu sinni hafði hann hitt Aslaley