Ljósberinn - 01.02.1947, Side 20
4>ydimetkurförin
(66 4/ SAGAÍ MYNDUM eftir HENRYKSIENKIEWICZ
Sjón sú, sem þeir sáu, var ofvaxinn skilningi þeirra,
svo þeir vissu ekki hvað til bragðs skyldi taka. ÁttU
þeir að flýja? Ráðþrota spurðu þeir hver annan:
„Hverjir eru þetta, sem koma til okkar, og hvað vilja
þeir okkur?“ Kali reið til móts við þá. Hann nam stað-
ar það fjarri þeim, að þeir gætu ekki hæft hann nieð
spjótum sínum, reis upp í ístöðunum og hrópaði til
þeirra:
„Menn! Heyrið rödd Kalis. Kali, sonur Fumha,
hins volduga konungs Wahima-anna, sem ríkir á hökk-
urn Basso-Naroks. Ó, heyrið, heyrið! Og ef þið skiljið
orð hans, þá takið vel eftir liverju orði“. „Við skilj-
um!“ hljóðaði svarið frá hundruðum mannsharka.
„Biðjið konung yðar að ganga fram og opna munn sinn
og eyru, svo hann taki betur eftir“. „M’Rua! M’Rua!“
hrópuðu margir. M’Rua gekk nú frain fyrir raðirnar.
En hann gekk ekki nema þrjú skref fram. Hann
var gamall, hár og sterkbyggður negri, en kjarkleysið
var augsýnilega hans veika hlið, því fætur hans skulfu
undir honum og hann varð að stinga spjótskeftinu í
jörðina, til þess að styðja 6Íg við það. Hinir lier-
mennirnir fóru að dæmi hans og ráku spjótin niður
í jörðina til merkis um, að þeir vildu rólegir hlýða
á orð hinna ókunnu manna. Rödd Kalis hljómaði á ný:
„M’Rua, og þið, mcnn M’Ruas! Þið liafið heyrt, að
það er sonur Wahiina konungs sem talar til ykkar.
Kúahjarðir þessa konungs þekja fjöllin i kringum
Basso-Narok, eins vel og maurarnir hræ giraffans. En
hvað segir Kali, sonur Wahimakonungs? Hann flytur
ykkur þau gleðitíðindi, að hin góða M’zimu kemur
til þorps ykkar“. Það var auðséð á kyrrð þeirri sem
greip alla, að orð Kalis höfðu verið áhrifarik.