Ljósberinn - 01.04.1953, Blaðsíða 2
26
LJDSBERINN
Kai Ming var orðinn frískur um morguninn
daginn eftir og alveg eins og hann átti að sér
að vera. „Einn sannur lifandi Guð hefur heyrt
bænir okkar,“ sagði mamma hans. „Nú förum
við um borð i kristniboðsbátinn og þökkum
Guði.“ Síðan tók hún skurðgoðin niður af
hillunni og stakk þeim niður í körfu. „Við
brennum þau“, sagði hún. „Þau eru vita gagns-
laus.“ — Þegar kunningjakonur þeirra á
hinum bátunum urðu þess varar, að þær höfðu
tekið guðina niður af hillunni, urðu þær óðar
og uppvægar. „Þetta mátt þú ekki gera,“ sögðu
þær. „Þetta kemur ykkur í koll. Hver verndar
ykkur nú fyrir ásóknum illra anda!“ — „Við
óttumst þá ekki,“ svöruðu mæðgurnar. Við
trúum á hinn eina sanna Guð. Hann frelsar
frá allri synd og varðveitir frá öllu illu.“ —
Skurðgoðin brenndu þær um borð í kristni-
boðsbátnum og þökkuðu Guði fyrir, að hann
hafði heyrt bænir þeirra. — Ging Lin fór
snemma á fætur daginn eftir. Hún þaut til
bróður síns og ætlaði að vekja hann. En Kai
Ming var þá aftur orðinn veikur og gat ekki
farið á fætur. — „Flýttu þér að sækja kristni-
boðann,“ sagði mamma hans og fór að gráta.
Þegar Ging Lin kom með kristniboðann voru
vinkonur þeirra frá hinum bátunum einnig
komnar. „Vorum við ekki búnar að vara ykkur
við þessu,“ sögðu þær. „Hver ósköp geta ekki
af því stafað að brenna goðin.“ — „Einn sannur
Guð heyrði bænir okkar,“ svaraði kristniboð-
inn. „Hann mun enn gera það.“ Síðan bað hún
til Guðs: „Góði Guð, sýndu þessum konum mátt
þinn og læknaðu litla Kai Ming. Amen.“ Kai
Ming opnaði augun og settist upp í rúminu.
„Ég er svangur,“ sagði hann. Þegar konurnar
sáu þetta, sögðu þær. „Við viljum einnig trúa
á einn sannan Guð. Segðu okkur meira um
hann og sons hans Jesúm Krist.“