Ljósberinn - 01.04.1953, Qupperneq 9

Ljósberinn - 01.04.1953, Qupperneq 9
ljósberinn 33 inu fyrir það. Prófessorinn verður að afsaka mig, en ég ber ekki traust til hans. Ég sá í gær, að hann skauzt inn á milli trjánna og bar ráð sín saman við einhverja í laumi. Bara, að hann sé ekki að leiða okkur í gildru! Rödd Hólms bar vott um svo mikinn óró- tóka, að það hafði áhrif á hina. En þeir reyndu að hrista af sér allan grun. Bato hafði hingað til komið fram sem vinur. Hvers vegna skyldu Þeir trúa einhverju illu á hann? En tortryggnin var vöknuð, og það var ekki auðvelt að losna við hana aftur. Bato hafði setið og starað á þá svörtum, stingandi augum sínum. Ef til vill fann hann, að þeir voru að tala um hann, því að hann sagði allt í einu: — A morgun náum við takmarkinu. Á morgun, um sólsetur, komum við þangað! ■— Þarna getið þið séð, að við gerum hon- urn rangt til, sagði Wenk glaður. — Við meg- hrn ekki gleyma, að þessir menn eru gjör- olíkir okkur. Við skulum nú reyna að fá góða u°tt, svo að við verðum hressir og afþreyttir a morgun. Ég býst við, að dagleiðin verði löng á morgun. Spádómurinn rættist. Þeir lögðu af stað snemma næsta morgun. Bato gekk í broddi fylkingar með seigum, jöfnum, óþreytandi skrefum — klukkustund eftir klukkustund. Ébbi og Wenk gengu rétt á eftir og létu Hólm Um að uppörva veslings Flemming. Þegar leið a daginn, var hann orðinn svo þreyttur, að hann dróst fremur áfram en gekk. Hann var ekki eins sterkur og Ebbi, og hann var held- Ur ekki jafn harðduglegur, þegar á reyndi. Orðin, sem töluð voru, voru ekki mörg. Bver einstakur hafði víst nóg með sínar eig- m hugsanir. Wenk var alveg í uppnámi vegna hess, að hann var ef til vill brátt kominn að takmarkinu. Ebbi hafði fest sér í minni það, sern Hólm hafði sagt um Bato og gaf því Samla manninum gætur allan tímann. En hann sá ekkert dularfullt við hann. Hann hélt mark- visst áfram, og ef þeir spurðu hann um eitt- hvað, svaraði hann stuttur í spuna og afund- lnn, eins og hann var vanur. Samt hafði Ebbi það á tilfinningunni, að ekki væri allt með felldu. Hann vissi sjálfur ekki hvers vegna. ^oru það aðeins orð Hólms, sem gerðu hann tortrygginn? Eða var í raun og veru eitthvað í fari Batos, sem vakti ekki tiltrú? Ebbi gat ekki gert sér grein fyrir því. Sólin var þegar farin að síga til viðar, þeg- ar Bato gaf merki um, að þeir skyldu slá upp tjöldum. — Hvar er fljótið? spurði Wenk. Bato hristi höfuðið. — Við komumst ekki í dag — hvítur mað- ur ganga mjög hægt — rauður maður vel ganga það á einum degi, en ekki hvítur mað- ur — á morgun! Wenk beit á vörina. Hann var gramur, en við þessu var ekkert að gera. Þeir teygðu úr þreyttum limum sínum eftir stutta máltíð. Hólm var einn vakandi. Hann átti að vaka á verði fyrri hluta næturinnar. Ebbi sofnaði þegar í stað, en hann vaknaði aftur eftir tveggja tíma svefn. Hann gægðist út og sá Hólm, þar sem hann stóð og hallaði sér upp að tré í tunglsljósinu. Ebbi læddist hljóðlega til hans. — Ég er ekki í rónni í nótt, sagði Hólm. — Mér finnst einhvern veginn, að við séum í hættu. Það er ekki að vita, nema Bato sé í bandalagi við einhverja innfædda menn, sem sitja um að ráðast á okkur. Ég hef tekið eftir, að frumskógurinn er orðinn þéttari og villtari síðustu daga en áður, og það er lengra á milli þess, sem við getum látið vatn á flöskur okkar! Ebbi var á fótum til þess að vera Hólm til samlætis, það sem eftir var næturvökunnar. Hvorugur þeirra vildi gera Wenk órólegan. Stundirnar liðu hægt, á meðan þeir sátu þann- ig' og reyndu að halda sér vakandi. Tunglið færðist hægt yfir himinhvolfið. Það brakaði inni í runnunum, og þeir heyrðu öskur í dýri í fjarska. Bálið, sem átti að halda villidýrun- um burtu, skíðlogaði alla nóttina. Loks glampaði sólin á himninum í austri. Þeir höfðu ekki orðið fyrir neinni truflun alla nóttina. Ebbi og Hólm skriðu inn í tjald- ið þreyttir og syfjaðir til þess að sofa lítið eitt, en Wenk átti að vaka það, sem eftir var nætur. Þeir sváfu báðir svo fast, að það varð að vekja þá marg oft, þegar þeir áttu að fara á fætur nokkrum stundum síðar. Framh.

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.