Ljósberinn - 01.04.1953, Síða 10
34
LJDSBERINN
LJOSBERINN ______________________________
Barna- og unglingablað með myndum. —
Útgefandi Bókagerðin Lilja, — Ritstjóri
Ástráður Sigursteindórsson, kennari. —
Utanáskrift: Ljósberinn, Pósth. 276, Rvík.
Kemur út sem svarar 12 síðu blaði á mánuði,
þar af tvöfalt sumarblað og þrefalt jóla-
blað. Áskriftargjald kr. 20.00. Gjalddagi
15. apríl.
Prentaður í Félagsprentsmiðjunni h.f.
Spurningar:
1. Maður nokkur sigldi til Danmerkur á
steini. Hvað kallar þú það?
2. Hvar getur þú sezt, en ég ekki?
3. Hvað á lítil mús eins auðvelt með að
draga og stór fíll?
Gólfteppið:
Þetta á að vera mynd af gólfteppi, sem sett
er saman úr ferhyrningum. Frúin, sem á þaö,
hefur klippt það niður eins og gólfið er í
laginu. Nú vildi svo illa til, að hún varð að
flytja í aðra íbúð, og þar er gólfflöturinn jafn
á allar hliðar. Hvernig á hún nú að klippa
teppið sundur og setja það saman, svo að ekk-
ert fari í súginn og enginn ferhyrningur
skemmist?
Kúlurnar:
Ef Eiríkur vinnur fimm kúlur frá Óla og
tapar síðan fimm kúlum til Jóns, og Jón tapar
fjórum kúlum til, Óla, hve mörgum kúlum
hefur Óli þá tapað?
SVÖR VIÐ HEILABROTUM I SÍÐASTA BLAÐI:
Talnaþraut: Tölurnar geta verið samtals 24.
Tannhjólin: Hjólið B snýst öfugt við hjólið
A. — Gátur: 1. skeifa, 2. reykháfur, 3. klukka,
4. ofn. — Stafaþraut: Ingunn, Nanna, Guðrún,
Unnur, Nína, Nikólína.
>rc) 'rs >ri)'O
osencíin
x.
Breytingarnar á blaðinu virðast mælast mjög
vel fyrir. En gaman væri að heyra álit fleiri
lesenda. Hvað fellur ykkur bezt i blaðinu, hvað
finnst ykkur vanta, af hverju vilduð þið fá
meira, og hverju fyndist ykkur helzt mætti
sleppa? Hvort fyndist ykkur betra að fá
stærri blöð og sjaldnar, t.d. tvöfalt blað annan
hvern mánuð, eða eins og nú er? — Þessu og
ýmsu fleiru erum við að velta fyrir okkur og
væri nú gaman, að þið vilduð senda okkur
línu um þetta eða annað, sem ykkur er í huga.
★
Munið áskrifendasöfnunina! Segið vinum
ykkar frá því, hve mikið og fallegt lesefni þeir
geti fengið fyrir einar 20 krónur á ári, ef þeir
eru áskrifendur Ljósberans. Eins stór bók og
heill árgangur Ljóberans, með jafn miklum
fjölda mynda, mundi með venjulegu bókaverði
varla kosta undir kr. 50,00. — Nýir áskrifendur
fá lika síðasta jólablað, 36 síður, í kaupbæti,
og þeir, sem greiða árgjaldið við pöntun, fá
auk þess einhvern eldri árgang blaðsins
ókeypis.
Munið, að gjalddagi Ljósberans er 15. apríl.
♦ SKRÍTLIIR ♦
Hannes: — Hvað er að sjá þig Pétur? Þú
ert svo fölur og þreytulegur.
Pétur: — Já, það er allt konunni minni að
kenna. í hvert sinn sem hún heyrði einhvern
hávaða á nóttunni, hélt hún, að kominn væri
innbrotsþjófur og vakti mig.
Hannes: — Já, einmitt það, en þjófar gera
nú engan hávaða.
Pétur: — Það sagði ég henni líka. En þá tók
ekki betra við. Nú vekur hún mig, þótt hún
heyri ekki neitt.
★ ★ ★
Stúdent (sýnir ferðamönnum forngripa-
safn): — Þetta er sverðið, sem Bíleam drap
ösnuna með.
Ferðamaður: — Mig minnir, að hann hefði
ekkert sverð, en óskaði, að hann hefði það.
Stúdentinn (vandræðalegur): — Já, það er
alveg rétt. Og þetta er sverðið, sem hann ósk-
aði, að hann hefði.
]