Ljósberinn - 01.04.1957, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 01.04.1957, Blaðsíða 4
Eitt sinn var uppi í Arabíu ættarhöfðingi nokkur, sem allir ferðamenn óttuðust vegna þess, að hann réðist á ferðamannalestir og rændi menn og ruplaði. Loks gekk svo langt, að sjálfum soldán- inum fannst nóg komið. Hann sendi herlið til að handtaka ættarhöfðingjann og færa sér hann. Soldáninn dæmdi, samkvæmt lögum Araba, að hægri hendi hans skyldi höggvin af. Það er sú refsing, sem gildir þar í landi enn þann dag í dag við þjófnaði. Nú átti ættarhöfðinginn son, sem var í þjón- ustu soldánsins. Við skulum kalla son hans Salím. Salím gekk á fund soldánsins og mælti: — Ó, voldugi soldán, ég bið þig um þá bón að veita mér leyfi til að ganga inn í fangelsið til föður míns og fullnægja dómnum með því að höggva höndina. En hvar var borgin og veizlugestirnir? Ekkert hús stóð eftir. Ekkert tré var sjá- anlegt. Þar, sem þetta hafði staðið, var ekk- ert eftir annað en grjóturð. Sá eini, sem komst lífs af úr þorpinu, var presturinn. Smaladrengur hafði neitað að taka þátt í leiknum. Hann fann á sér, að eitthvað ó- hugnanlegt lá í loftinu. Hann tók til fótanna og flýði í áttina til Boitin. Einhver innri rödd sagði honum, að hann mætti ekki líta við, hann yrði að flýja sem fætur toguðu. En um leið og eldingin reið yfir, brá hon- um svo, að hann leit við, en um leið varð hann að steini. Þannig er þjóðsagan um gömlu steindysj- arnar. Af henni má margt læra fyrir þá, sem nú lifa. Soldáninn veitti honum þessa bón, en undr- aðist þó innræti sonarins, að hann skyldi biðja um að fá að refsa föður sínum. Hann taldi Salím ekki eiga rétt til að lifa lengur ef hann framkvæmdi áform sitt. Þess vegna skipaði hann einum hermanna sinna að vera viðbú- inn að höggva Salím niður með sverði, er hann kæmi út með hönd föður síns og soldán- inn gæfi honum merki. Salím gekk inn í fangelsið til föður síns og stuttu síðar kom hann út aftur og hélt á afhöggvinni hendi í vinstri hendi sér. Soldán- inn gaf merki og hermaðurinn hjó Salím nið- ur. En um leið og Salím féll kom hægri hand- leggur hans í ljós, en hann hafði verið falinn undir skykkju hans. Á hann vantaði höndina. Salím hafði tekið sjálfur út refsingu föður síns með því að höggva sína eigin hendi af. Soldáninn komst mjög við, er hann sá þetta. Nú skildi hann, að Salím var ekki illa inn- rættur sonur. Af kærleika til föður síns hafði hann tekið á sig hans refsingu til að bjarga honum. Soldáninn lét ættarhöfðingjann lausan þar sem dómnum hafði verið fullnægt. Á gröf Salíms lét hann reisa minnismerki um dáð hans. Ættarhöfðinginn varð svo snortinn af fórn sonar síns, að hann varð nýr maður. Hann lét af ránum og gripdeildum, reisti sér skýli við gröf sonar síns og lifði það sem eftir var æf- innar í bæn og guðsótta. Er hann lézt, var hann talinn helgur maður og margir Arabar fóru í pílagrímsferðir að gröf hans. Kærleikurinn hafði gjörbreytt ræningjanum og gjört hann að helgum manni. ;i6 LJDSBERINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.