Ljósberinn - 01.04.1957, Blaðsíða 9

Ljósberinn - 01.04.1957, Blaðsíða 9
Dag nokkurn kom eldri bróðir Alíbu að sækja hana. Hann tók hana umsvifalaust. Sjálfur var hann ríðandi, en lét hana hlaupa með asnanum meira en 20 km. leið. Þegar heim kom var hennar gætt stranglegar en nokkru sinni fyrr. Móðir hennar, sem eitt sinn hafði skorið í sundur nýja kólinn hennar, gerði allt, sem hún gat, til að kvelja hana. Hún átti ekki sjö dagana sæla! Dag nokkurn kom Kilett, móðir Alíbu, æð- andi upp til kristniboðsstöðvarinnar. — Hefur þú séð dóttur mína? — Gætir þú hennar ekki? — Jú, en ég gleymdi henni snöggvast og þá stakk hún af. Nú er ég viss um, að hún kemur hingað, og viltu þá ekki vera svo góð, að segja henni að koma heim og vera hlýðin foreldrum sínum! Aumingja konunni var svo mikið niðri fyrir, að hún ætlaði varla að koma út úr sér orðunum fyrir ákafa. — Það getur þú sagt henni sjálf. Mér sýnd- ist ég sjá stúlku niðri á sléttunni rétt áðan, og hún var lík Alíbu. Kilett þaut sem kólfi væri skotið niður brekkuna í áttina, sem ég hafði bent. Um leið kallaði hún og hrópaði á mann sinn, stilling- arljósið hann Ela, og svo fóru þau bæði að leita. Hver klukkutíminn leið eftir annan, en hvergi fannst Alíba. Kilett gamla bölvaði og formælti. Hún hrópaði á andana. Voru þeir ekki réttir til að hjálpa henni? Nei, allt ætl- aði að bregðast. Þegar komið var kvöld, urðu þau hjónin, Kilett og Ela, að hverfa heim við svo búið þreytt og reið. Hvar var þá Alíba? Einmitt á þeim slóð- um, er foreldrar hennar höfðu verið að leita. Hún bæði sá og heyrði til þeirra. Hún hafði staðið á bak við næsta tré, þegar hún hafði heyrt móður sína formæla henni og segja: — Eiturormur stingi þig til bana, þú ó- hlýðna barn. í sömu andránni hafði dottið eiturormur niður úr trénu beint á höfuð Alíbu. Hún stirðnaði upp af skelfingu. En ormurinn féll áfram niður á jörð og skreið í burtu án þess að gera henni nokkurt mein. Nú skildi hún, að það hlaut að vera Guð, sem hafði verndað hana. Sjóræningjaskip Fyrr á öldum var oft hættulegt að sigla um höfin vegna sjóræningja. Þeirra gat alls- staðar verið von, og þá áttu friðsöm kaupför sér ekki undankomu auðið. Einna illræmd- astir voru ræningjar frá Algier og Marokko í Norður-Afriku. Þeir rændu ekki einungis á skipaleiðum um Miðjarðarhaf. Þeir fóru út á Atlandshaf og rændu allt norður um Færeyj- ar og ísland. Hér á landi voru þessir ræningj- ar alltaf kallaðir Tyrkir. Illræmdast var rán þeirra í Vestmannaeyjum og á Austfjörðum árið 1627, er þeir rændu samtals 352 mönn- um ásamt miklu verðmæti. Einn af bræðrum Alíbu hafði langað til að verða kristinn. Áður en hún hvarf að heiman, hafði hún beðið hann fyrir skilaboð til okk- ar á kristniboðsstöðinni: — Segðu þeim, að ég komi í kvöld. Við biðum í mikilli eftirvæntingu. Það var komið kvöld og orðið dimmt, en ekkert heyrðum við til Alíbu. Hvað gat hafa orðið af henni? Skyldi hún geta ratað til okkar í myrkrinu? Við urðum að hjálpa henni og vísa henni leiðina. Við létum ekki standa á því, sem við gátum gert. Við settum ljós í alla glugga. Nú þurftum við ekki að bíða lengi. Eftir stutta stund heyrðum við, að einhver var kominn upp á einar svalirnar. Við flýttum okkur þangað. Þar lá Alíba. Hún var alveg örmagna af þreytu og tauga- æsingi. Við bárum hana inn og komum henni fyrir í afskekktasta herberginu í hús- inu. Við læstum herberginu og gættum þess vandlega, að enginn óviðkomandi kæmi þar LJDSBERINN 41

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.