Ljósberinn - 01.04.1957, Blaðsíða 12

Ljósberinn - 01.04.1957, Blaðsíða 12
að vera kominn heim aítur um kvöldið, með lækninn með sér. Þessi dagur varð langur og erfiður fyrir móður Birgittu. Hún vék ekki frá rúmi henn- ar, enda hafði henni versnað mikið. Hún bylti sér í rúminu og talaði í óráði bæði á sænsku og amharísku. Vinir þeirra í kristniboðsstöð- inni urðu að fá að líta inn, þjónar, kennarar og skólastúlkur. Garðyrkjumaðurinn kom með stóran blómvönd og lét á borðið hjá rúminu. Mamma og Steinn töluðu ekki margt sam- an, en bæði hugsuðu um hið sama: Ó, að pabbi færi nú að koma með lækninn. Engin von var, að hann yrði kominn fyrr en seint um kvöldið, þó að bíllinn bilaði ekki og allt gengi að óskum. Steinn varð samt að líta öðru hvoru út um gluggann og suður á veg. Kannske hann komi bráðum? Ó, nei, enginn bíll sást á veginum. Tíminn leið hræðilega seint, fannst þeim. Þeim var sagt, að matur væri tilbúinn, en þau höfðu enga matarlyst. Klukkan sex var farið að verða skuggsýnt. Sólin var um það bil að ganga til viðar bak við ásana í vestri. Birgitta var enn fárveik, en ekkert sást til pabba og læknisins. Steinn og mamma hans fóru út á svalirnar, en sáu ekkert. Myrkrið færðist yfir. Þau voru hætt að sjá veginn, en bílljós hlutu þó altjent að sjást. — Mamma, heldurðu, að Birgitta deyi, ef læknirinn kemur ekki í kvöld? spurði Steinn og talaði í hálfum hljóðum. Hann hélt, að hún yrði frísk samstundis og læknirinn kæmi. — En ef læknirinn kemur ekki? — Birgitta er í Guðs hendi, svaraði mamma. — Já, en af hverju verður hún þá ekki frísk? Hún hefur alltaf verið svo góð. Steinn hafði nú alveg gleymt því, að oft hafði hann orðið ergilegur við systur sína. Oft hafði hann strítt henni. — Við skulum biðja Guð að lofa henni að lifa, sagði mamma. — Ég skal aldrei aftur trúa á Guð, ef hann lætur Birgittu deyja, sagði Steinn og beit saman tönnunum. Mamma horfði á hann. — Svona megum við ekki tala. Guð veit allt miklu betur en við. Hann veit hvað er bezt fyrir Birgittu — og fyrir okkur. Við skulum treysta honum. Þegar mamma hans gekk aftur að rúm- inu og beygði sig yfir það, sá Steinn, að hún grét. Hann átti þá erfitt með að verjast gráti. Hann spennti greipar og horfði tárfyllt- um augum á rauð kvöldský á vesturloftinu. — Góði Guð, ef þú ert til, bað hann, þá lof- aðu Birgittu að lifa. Pabbi hans kom ekki með lækninn um kvöldið. Þau sátu yfir Birgittu alla nóttina. Steinn vildi ekki hátta. En hann sofnaði í sæti sínu og hallaði höfði upp að vegg. Þegar fyrstu geislar morgunsólarinnar blikuðu í austri, vaknaði Steinn við hávaða í bíl. Hann þaut út að glugganum. Pabbi hans kom út úr bílnum — einn. Hvar var læknirinn? Pabbi var fölur og þreytulegur, þegar hann kom inn. Hvítu sumarfötin hans voru óhrein, á sólhjálminum voru svartir smurningsolíu- blettir. Skórnir voru útataðir. — Er hún lifandi? spurði hann. — Já, hún lifir, en hvar er læknirinn? — Hann er farinn til Addis Abeba og verð- ur þar heila viku. Ég festi bílinn í leir niður við Ererá og hef stritað í alla nótt við að losa hann. Ég hélt hún væri dáin. Við getum ekkert gert úr þessu. — Við getum beðið til Guðs. Pabbi horfði um stund á barnið sitt. Svo föla og veiklulega hafði hann aldrei séð hana áður. — Víst er um það. Við getum beðið. Hann snéri sér við og fór inn í næsta her- bergi. Steinn fór á eftir honum. — Til hvers vorum við að fara hingað, pabbi? spurði hann. Pabbi hans var að fara úr forugri skyrtu. — Hvað áttu við? — Hefðum við verið kyrr í Svíþjóð, þá hefði Birgitta ekki orðið veik. Pabbi þagði um stund. — Ég hef verið að hugsa um það. Ef til vill hefðum við ekkert átt að fara, eða ekki verið rétt af okkur að láta ykkur koma. — Hvers vegna verðið þið mamma að vera hér? spurði Steinn enn. Getum við ekki farið öll heim? — Það getum við ekki. Hér eigum við að vera. Guð vill það. Við viljum ekki óhlýðnast honum. 44 LJDSBERINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.