Ljósberinn - 01.04.1957, Blaðsíða 13

Ljósberinn - 01.04.1957, Blaðsíða 13
Pabbi var svo ákveðinn, að Steinn þorði ekki að spyrja hann lengur. í því kom móðir hans inn til þeirra. — Hún er sofnuð, sagði hún. Nú sefur hún vært. Ég held, að Guð hafi heyrt bænir okk- ar og lofi henni að lifa. Ókunni drengurinn. Þeim varð að bæn sinni. Daginn eftir var Birgitta á góðum batavegi. Hún var ósköp veikluleg, en var fljót að ná sér. Eftir tvær vikur gat hún farið út og leikið sér með Asanesh eins og áður. Sólin skein frá heiðum himni dag eftir dag. Grasið skrælnaði. Hlíðarnar voru gulbrúnar af sviðnum gróðri. Steini og Birgittu þótti hitinn indæll til að byrja með, en þeim fór senn að verða nóg boðið. Þau vöknuðu við það á hverjum morgni, að himinninn var jafn heiður og blár og daginn áður. Venjulega rigndi dálítið í Ersodal í febrúarmánuði. Nú brást það. Ekki kom dropi úr lofti. Steinn fékk bréf frá skólafélögum sínum í Svíþjóð. Þeir skrifuðu, að þar væri góður skíðasnjór. Það var ekki laust við, að hann langaði stundum til þess að vera kominn til þeirra, bruna með þeim á skíðum niður bratt- ar brekkur, fram af snjóhengjum og steypast svo á hausinn neðst í brekkunni og fara á kaf í snjó. En snjó mundi hann aldrei sjá í Afríku. Það var morgun einn, að Steinn þaut eins og elding niður í skóla, eftir bók fyrir föður sinn. — Komm! heyrði hann sagt, hvellri röddu og um leið þreif einhver til hans. Komm þýðir stanzaðu og skildi Steinn það. Hann snéri við og horfðist í augu við árásar- manninn, pilt á aldur við hann. Reyndar var hann hærri en Steinn, en miklu grennri og dekkri. Hann var í stuttum buxum, óhreinum og rifnum. Um herðarnar hafði hann efnis- bút eða sjal, sem hafði einu sinni verið hvítt, en var orðið grátt af óhreinindum. — Hvað viltu mér? spurði Steinn. — Það leynist höggormur í grasinu rétt fyrir framan þig. Þú varst að því kominn að stíga á hann. Ókunni drengurinn talaði öðru vísi en fólkið í Ersó. Hann kunni ekki vel amharísku. Steinn varð ekki h'issa á því. Hann horfði á gráan orm í grasinu rétt hjá sér. — Við skulum drepa hann. — Hann er hættulegur. Láttu hann vera, svaraði ókunni drengurinn. Steinn var ekki á því. Hljóp til garðyrkju- mannsins eftir skóflu. Þegar hann hjó með skóflunni eftir orminum, var hann of ákafur og hitti ekki. Ormurinn skauzt undan högg- inu og fór eins og ör væri skotið gegnum grasið. Steinn elti hann, hjó nokkrum sinn- um eftir honum án þess að hitta, en lét sig ekki fyrr en ormurinn var dauður. Ókunni drengurinn horfði undrandi og óttasleginn á aðfarirnar. Steinn snéri sér að honum og sagði: — Mikið varstu vænn, að vara mig við orminum. Hvað gerir þú? Drengurinn hneigði sig hæversklega. — Ég vil byrja í skóla. Ég hef það skrifað hérna, sagði hann og rétti Steini samanbrotið blað. Framhald. Georg og félagar hans - Framh. af bls. 38. — Jú, drengur minn, sagði mamma Kára og klappaði á kollinn á honum. Þá hrópuðu allir hinir drengirnir: — Við viljum líka fá að vera með! — Georgi skal verða boðið í næsta drengja- boðið mitt, sagði Kári. — Og í mitt og í mitt og í mitt! hrópuðu þá allir drengirnir. Helga klappaði saman lófunum af fögnuði og dansaði eftir götunni. — Ó, það var gott, að ég heyrði til ykk- ar, þegar þið voruð að taka saman ljótu ráð- in á móti honum Georgi litla. — Já, systir mín, víst var það gott, sagði Kári sneypulegur. Nú máttu vera viss um, að við verðum öðruvísi við hann en áður. Það varð líka vissulega svo. Engir gátu verið betri vinir upp frá þessu en Georg og bekkjabræður hans. LJDSBERINN 45

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.