Ljósberinn - 01.03.1960, Síða 2
Listin að vera hamingju-
samur.
Einu sinni var konungur.
Hann átti einn son, sem hon-
um þótti ósköp vænt um. Auð-
vitað fékk konungssonurinn
allt, sem hann óskaði eftir.
Hann átti ljómandi fallegan
og góðan reiðhest, og hann
átti líka bát til sigla á og
margt fleira.
Þrátt fyrir þetta, var kon-
ungssonurinn ekki ánægður.
Faðir hans gerði allt, sem
honum hugkvæmdist til þess
að gera hann glaðan og á-
nægðan, en ekkert dugði.
Svo var það einn dag, að
spekingur nokkur kom til
hallarinnar. Þegar hann frétti
þetta um hin unga konungs-
son, mælti hann við konung:
— Ég skal gera son yðar
hamingjusaman.
Því næst fór spekingurinn
með konungsson inn í eitt af
herbergjum hallarinnar og
skrifaði eitthvað með hvítu
efni á pappírsblað. Síðan
fékk hann konungssyni ljós
og bað hann halda því bak við
pappírsblaðið og vita svo,
hvort hann gæti lesið það, sem
skrifað væri á blaðið. Síðan
fór spekingurinn og krafðist
engra launa fyrir starf sitt.
Konungssonur gerði sem
fyrir hann var lagt, og hvítu
bókstafirnir komu þá glögg-
lega fram í bláum lit. Þar las
hann þessi orð:
—■ Elska skaltu Drottinn
Guð þinn af öllum huga og
öllu hjarta og náungann eins
og sjálfan þig.
Þessu ráði fylgdi konungs-
sonur upp frá þessu og varð
hamingjusamasti maður í öllu
konungsríkinu.
-¥■ * *
HreinsaSu gluggann þinn.
Langt úti í hafi stóð viti á
háum kletti. Hann átti að vara
sjófarendur við skerjum og
boðum.
Eitt kvöld, er vitaverðirnir
kveiktu á lömpunum, sáu þeir
enga birtu bera út á sjóinn.
Þá furðaði stórlega á þessu.
Þeir fóru þá að gá innan í
lampana og urðu eigi annars
varir en að allt væri þar í
góðu lagi.
En er þeir gengu út fyrir
vitann og litu upp í gluggana,
sáu þeir, að allar rúður voru
þakktar að utan af aragrúa
af örsmáum skorkvikindum.
Þarna sátu þau svo þétt, að
engin skíma komst út um rúð-
urnar.
Morguninn eftir sáu þeir,
að skip hafði farizt á flúðun-
um fram undan vitanum. það
var skordýrunum að kenna,
sem sátu á rúðunum í vitan-
um.
★ ★ ★
Konungurinn heyrir til ykkar!
Konungur einn í Sýrlandi
heyrði einu sinni á tal her-
manna sinna fyrir utan tjald
sitt. Þeir voru að baktala kon-
unginn.
Konungurinn lyfti tjald-
skörinni með mestu hógværð
og ávarpaði hermenn þessa,
en þeir urðu lafhræddir.
— Hermenn mínir, færið
yður dálítið fjær. Konungur
yðar heyrir til yðar, sagði
konungur.
★ ★ ★
Tíminn og eilífðin.
Á fjalli einu suður í Tyrol-
héraði í Austurríki stendur
minningarspjald. Á spjaldið
er mörkuð mynd af hesti fyr-
ir vagni og manni í, og er það
allt að hrapa ofan í gínandi
gjá.
Undir myndinni standa þessi
orð, sem margur ferðamaður-
inn hefur lesið:
— Stutt er milli tímans og
eilífðarinnar. Klukkan 10 ók
ég heiman frá mér, en klukk-
an 11 var ég kominn inn í
eilífðina.
★ ★ ★
Þakkað Guði.
Lúther sagði einu sinni, að
léti Guð sólina aðeins koma
upp einu sinni á ári, þá yrði
haldin fagnaðarhátíð og þakk-
arhátíð. En af því að hún
kæmi upp á hverjum degi, þá
dytti fáum í hug að nokkuð
væri fyrir að þakka.
1»
LJÓSBERINN