Ljósberinn - 01.03.1960, Page 5

Ljósberinn - 01.03.1960, Page 5
Lilja Kristjánsdóttir: e. —)o '9 ur nm SóL veicýu FÓSTURBÖRN Það er ekki lítið starf að annast um heilan hóp fósturbarna. Það þótti Sólveigu litlu, þeg- ar hún, eitt vorið, hafði þau tólf talsins í um- sjá sinni. Þau voru ekki heldur alltaf þjál viðureignar. Mat sinn vildu þau fá og helzt öll í einu. En það var ógerningur. Litla fóstr- an átti fullt í fangi með að standast árás ellefu ungviða, meðan hún hélt á því tólfta í faðmi sér og gaf því mjólk úr pela. Þau klifruðu upp fótleggi hennar, ráku í hana kollana eða hornin og jörmuðu öll í kór. Fósturbömin voru nefnilega tólf lítil lömb. Það það vildi svo illa til um sauðburðinn þetta vor, að ærnar á heimilinu dóu hver af annarri. Sumar þeirra voru óbornar, en aðrar áttu eitt eða tvö lítil lömb. Þessa litlu móðurleysingja þurfti einhver að annast. Sólveig bauðst til starfsins og þótti gaman fyrst. Brátt fór þó gamanið af. Hún ætlaði að ala fósturbörnin vel upp. En þau kunnu ekki gott að meta og urðu ódælli með hverjum deginum, sem leið. Þau fóru inn í garðana, átu kál og slitu upp blóm. Þau komust upp á lagið með að opna sumar hurðir, og þá var ekki að sökum að spyrja. Tólf litlir, uppvöðslusamir sóðar eru ekki lengi að útata hrein gólf og veggi. Þeir eru með nefið niðri í öllu, bæði ætu og óætu, og klifra með óhreina fætur upp um stóla og bekki. Að lokum varð Nonni að setja upp girðingu og búa út dálítið hólf, þar sem lömbunum var stungið inn. Það kom stundum við hjartað í litlu fóstr- unni, þegar hún fór frá þeim og þau jörmuðu á eftir henni, öll í kór, eftir að hafa gert ár- angurslausar tilraunir til að sleppa út úr fangelsinu. Hún sagði þeim, að sökina ættu þau sjálf. Ef þau hefðu verið góð og hlýðin, hefðu þau ekki verið „sett inn“. En það var eins og þau hvorki heyrðu það né skildu. Girðingin var færð til eftir þörfum. Litlu lömbin áttu að hafa nóg að bíta. Mikla mjólk fengu þau líka oft á dag. Á henni höfðu þau mjög góða lyst. Ef fóstran hefði ekki haft vit fyrir þeim, hefðu þau áreiðanlega ekki hætt fyrr en þau sprengdu litlu magana. Þegar fór að líða að sláttarbyrjun, voru sum lömbin kominn upp á lag með að brjótast út úr girðingunni. Á daginn voru þau góð, en á næturnar notuðu þau tækifærið, þegar allir sváfu. Þá gerði enginn þeim ónæði, þó að þau belgdu sig út á kálinu í garðinum. Það var ekki fyrr en á morgnana, sem það komst upp, og þá voru þau búin að eiga dásamlegar nætur í alls kyns vellystingum. Þau voru svo södd, að þau ultu áfram og svo syfjuð, að þau lokuðu augunum og sofnuðu undir áminning- arræðum Sólveigar, fóstru sinnar. En öllum afbrotum fylgdi refsing. Það fengu fósturbörnin líka að reyna. Dag nokkurn lögðu Siggi og Sólveig af stað til fjalls með allan hópinn. Sólveig hélt á pela og mjólkurkönnu, þar sem hún rölti upp móana á undan hópnum sínum, sem fylgdi henni trúlega eftir. Annað slagið sneri hún sér við og kallaði, ef eitthvert lambið ætlaði að dragast aftur úr. Siggi gekk á eftir með mjólkurflöskur í höndunum. Ætlunin var að fara með lömbin hátt upp í fjall og skilja þau þar eftir. En að endingu áttu þau að fá vel úti látinn mjólkurskammt. Þegar komið var á leiðarenda var pelinn tekinn í notkun. Það var gott fyrir Sólveigu að hafa bróður sinn til aðstoðar. Ólætin voru svo mikil. LJDSQERINN 21

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.