Ljósberinn - 01.03.1960, Page 9

Ljósberinn - 01.03.1960, Page 9
hattaræfla. Annar var mjog sæmilegur, en hinn svo furðulega skringilegur, að maður gat . alveg hlegið sig máttlausan af því að horfa á hann. Lang-amma Óla hafði átt hann, en hún var dáin fyrir löngu. Hann var þrí- strendur, og þegar þeir höfðu rifið af honum blóm og fjaðrir, sem hafði verið fest á hann, leit hann alls ekkert illa út. Óli setti hann nú á snjókarlinn sinn og lét hann hallast örlítið, og um leið og strákarnir sáu það, hrópuðu þeir, að hann væri nákvæmlega eins og Napoleon. Og nú kölluðu þeir snjókarlinn Napoleon og héldu svo ákafir áfram að út- búa herliðið hans. Þegar leikurinn stóð sem hæst, hrökk Óli allt í einu við. Hann hafði heyrt stríðshróp strákanna frá Miðstræti, en þeir voru erkió- vinir þeirra. — Jæja, strákar, sagði hann, nú ætla þeir að eyðileggja alla snjókarlana fyrir okkur. — Aldrei skal það verða, hrópaði veslings Jan og stappaði fætinum niður um leið, svo að snjókrapið spýttist í allar áttir. Það leið ekki heldur langur tími, unz snjó- boltarnir þutu allt í kringum þá, harðir sem steinnar. Þeir vörðu sig á bak við snjókarl- ana, að svo miklu leyti, sem þeir gátu og köstuðu á móti. Og nú fór að færast líf í tusk- urnar. Snjóboltarnir þutu yfir höfðum þeirra, stóð Pétur hentist langar leiðir, enn snjórinn var mjúkur, svo að hann meiddi sig ekkert. og við og við heyrðust eins og IndíánaÖskur, þegar gamanið fór að kárna enn meir. Minnsti strákurinn í flokki Óla, var Hans litli. Og allt í einu fékk hann harðan ísköggul beint í aug- að, svo að það söng í höfðinu á honum. Hann kollsteyptist til jarðar og reyndi að bæla grát- inn niður. En það gekk ekki vel. Hann gaf frá sér smá stunu, og það var nóg til þess, að Óli heyrði það. Hann leit til hans og sá nú fyrst, hvað gerzt hafði. Leiftrandi af reiði þaut hann af stað í áttina til þess, sem hafði kastað kögglinum í Hans litla. Þarna stóð þessi sláni og engdist sundur og saman af hlátri yfir því, hve hann hefði hitt vel, og að Hans skyldi fara að skæla. — Þú ert allt of lítill til þess að geta verið með í snjókasti, litli minn, hrópaði hann hæðnislega, hlauptu heldur heim til mömmu og skældu við pilsfaldinn hennar, greyið litla. Nú gat Óli ekki haft stjórn á sér lengur. Hann vissi vel, að Árni, en svo hét strákur- inn, var foringi hinna drengjanna, og var ó- skaplega sterkur. En Óli mátti ekkert vera að hugsa um það. Hann þaut á Árna í reiði sinni og gat undir eins komið honum undir sig. Hann hugsaði ekki um neitt annað en það, að nú skyldi hann sannarlega fá það borgað, þessi leiðinda durgur, sem hafði alltaf verið svo hrekkjóttur við þá. Hann settist klofvega á brjóst Árna og barði og sló á með- an það söng og hvein í höfðinu á honum. Hann sneri upp á höfuð Árna og þrýsti því niður í snjóinn. Þetta gerði hann hvað eftir annað. En skyndilega hætti hann, eins og hann væri gripinn einhverri skelfingu. Hann leit ringlaður í kringum sig og tók nú fyrst eftir því, að allir strákarnir voru farnir í burtu. Þeir höfðu allir hætt klukkan fimm, þegar kirkjuklukkurnar hringdu. Hann stóð nú á fætur og virti fyrir sér líkama Árna, þar sem hann lá hreyfingalaus á jörðinni. Hann hlaut bara að vera hræddur við að snúa sér við, það gat ekki verið neitt alvarlegt. En Árni gerði ekki hina minnstu tilraun til að hreyfa sig. Óli beygði sig nú yfir hann, kvíðinn í huga. Og þá kom hann auga á hið bólgna og blóðuga andlit. Það var eins og ísköld hönd legðist að hjarta hans og hann átti erfitt um andardráttinn. Hvað hef ég eiginlega gert’ stundi hann óhamingju- samur. LJ ÓSBERINN 25

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.