Ljósberinn - 01.03.1960, Side 10

Ljósberinn - 01.03.1960, Side 10
Smali í íran Þessi drengur er að reka fé í haga og situr þar yfir iþví allan dag- inn. —- Það er ekki ýkja- langt síðan að drengir í bæjum hér á landi voru látnir fara í sveit á sumrin bæði til snún- inga og til að sitja yfir fé, verða smalar. Þá var fært frá fé og ærnar mjólkaðar. Smalinn rak ærnar upp á fja.ll, þegar búið var að mjólka þær á morgnana og mátti ekki koma með þær heim fyrr en undir kvöld. — Oft leiddist smalanum einveran. Við þvi var eitt öruggt ráð: Að biðja til Guðs. l£i kkv:.„ Að lokum reisti Árni sig upp og horfði rugl- aður í kringum sig um leið og hann þurrkaði blóðið af andlitinu með skjálfandi höndum. Að vísu var hann ekki hættulega meiddur, en Óli var samt sem áður mjög hræddur. — Líður þér hræðilega illa? spurði hann gætilega. Árni hristi höfuðið og gretti sig svolítið: — Ekkert ægilega, en mikið óskaplega ertu sterkur. — Það var bara af því, að ég var svo reið- ur, maður verður víst enn sterkari þá, hef ég heyrt, muldraði Óli utan við sig, mér þykir mjög leitt, að ég skyldi berja þig svona. — O, það gerir ekki svo mikið til, sagði Árni jafn utan við sig, ég á það skilið af ykk- ur. Allt í einu urðu þessir tveir drengir vinir. Þeir höfðu verið svarnir óvinir, alveg frá því, að þeir byrjuðu í skólanum, en nú, allt í einu eftir þennan óvænta atburð, voru þeir orðn- ir vinir. Hvorugur þeirra sagði neitt í nokk- urn tíma. En síðan litu þeir hvor á annan og brostu blíðlega. — Heyrðu, sagði Óli skyndilega, ég hef heyrt, að þú safnir frímerkjum. Það geri ég lika. Ef þú nennir, þá ættirðu að líta inn til mín á morgun. Og svo skulum við skrifa þetta yfir hinn fallna Napoleon, sagði Árni. Á morgun byggj- um við nýjan. Nilsen kaupmaður fylgdist vel með þessum tveimur drengjum, þar 'sem þeir gengu í átt- ina til þorpsins. Nilsen þekkti marga af þess- um drengjum og var mikill vinur þeirra allra. Hann vissi einnig mæta vel, að Óli og Árni höfðu verið óvinir. Nú leit helzt út fyrir, að þeirri óvináttu væri lokið. Nilsen vissi varla, hvort hann átti að vera glaður eða ekki. Það var oft svo gaman að vera vitni að hörðum bardaga á milli strákanna, sérstak- lega á sumrin, þegar þer voru í Indíánaleik. Nú myndu strákarnir áreiðanlega ekki slást í langan tíma. Moi’i/ u n btvtt Nú er ég klœddur og kominn á ról. Kristur Jesús veri mitt skjól. I guðsóttanum gef þú mér að ganga í dag svo líki þér. 26 LJDSBERINN

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.