Ljósberinn - 01.03.1960, Side 11

Ljósberinn - 01.03.1960, Side 11
Þegar Þórir litli fór til kirkju Næstkomandi sunnudag verður barnaguðs- þjónusta í kirkjunni. Þannig hljóðaði ein auglýsingin í blöðun- um. Börnin hlökkuðu svo mikið til, að þeim fannst vikan aldrei ætla að líða. Systkinin Þóris litla áttu svo sem auðvitað að fá að fara. Þau voru svo miklu eldri en hann. En á sunnudagsmorgun segir hann við þau: — Ég fer líka með ykkur. En þau svöruðu bara: — Þú, pjakkurinn! Ætlar þú að fara með okkur til kirkju? Ó, nei, það verður ekkert úr því. Þú bara sofnar, og við verðum að sitja undir þér, til þess að þú veltir ekki niður af bekknum. Þú ert allt of lítill, til þess að fara til kirkju. Skilirðu það ekki? Þórir gat ekki leynt vonbrigðum sínum. Tár runnu niður báðar kinnar. — Pabbi, krakkarnir vilja ekki, að ég fari með þeim til kirkju, kveinkaði hann og kast- aði sér grátandi í faðm föður síns. Pabbi þerraði tárin af kinnunum og sagði: — Þau eru svo fljót að hlaupa, að litlir drengir hafa ekki við þeim, en nú ætlar pabbi að taka litla drenginn sinn með sér til kirkj- unnar. Þá glaðnaði heldur en ekki yfir Þóri. And- litið ljómaði af gleði. Litlu síðar sat Þórir í fangi pabba síns í kirkjunni. Hann horfði í kringum sig. Svo mörg börn hafði hann aldrei áður séð. Þau voru víst öll eldri og stærri en hann. Máske hafa þau líka átt lítinn bróður eða litla syst- ur, sem þau hafa ekki viljað lofa að fara með sér til kirkju? Hann var heppinn að eiga góð- an pabba. Líklega hefur Þórir verið að hugsa um það, þegar pabbi allt í einu hvíslaði að honum: — Nú verður farið að spila á stóra orgelið þarna uppi. Þá fara öll börnin að syngja um Jesúm. Það verður gaman. Þórir glenti upp augun, horfði á orgelið og spurði af mikilli ákefð: — Pabbi, hvar er maðurinn sem spilar? — Hann situr á bekk bak við orgelið. — Hefur hann verið slæmur? — Nei, vinur minn. Hann verður að sitja þar, ef hann á að geta spilað. Þegar byrjað var að leika á orgelið, fóru öll börnin að syngja. Þóri þótti það ákaflega fallegt. Hann tók um hálsinn á pabba sínum og hvíslaði: — Þú varst góður, pabbi, að lofa mér að fara með þér til kirkju. Það er indælt að eiga góða foreldra og góð systkini. En enginn er eins góður og Jesús. Hann sagði: — Leyfið börnunum að koma til mín. Og hann blessaði börnin. Af Þóri getum við lært að vera þakklát öllum, sem eru okkur góðir, og þakklátust Jesú, sem elskar öll börn og alla menn jafn mikið. líf ÖI ll b H> II Kristur minn, ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gjörðu svo vel og geymdu mig, Guð, í faðmi þínum. LJOSBERINN 27

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.