Ljósberinn - 15.04.1960, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 15.04.1960, Blaðsíða 4
ÞV SKAVT EKKi STEEA Skólabörnin áttu að fá að fara í tveggja daga ferðalag með áætlunarbíl. Nokkrir drengir hittust daginn áður en leggja átti af stað og fóru að grobba af því, hve margar krónur þeir mundu hafa með sér til að eyða á ferðalaginu. — Andrés frændi ætlar að gefa mér tíu krónur og sjálfur á ég tólf krónur, sagði Óli. — Það er ekkert, sagði Kalli. Ég get fengið eins mikið og ég vil, og ég má kaupa fullt af minjagripum og borða eins mikinn ís og ég gat í mig troðið. Það verða alltaf 30 krónur, sem ég hef með mér. — En ég, sagði Bjarni, fæ líklega ekki nema eina litla krónu! Mamma á enga peninga og hefur rétt getað sparað saman fyrir fargjald- inu. Það er svo sem ekkert varið í að eiga svona lítið, þegar 'félagarnir eru með fulla vasa af peningum. Seinna um daginn var Bjarni á leið heim úr skólanum. Hann var að hugsa um skóla- ferðalagið. Það myndi auðvitað verða ákaf- lega gaman, en hann átti erfitt með að gleyma félögunum og því, sem þeir voru að tala um. Allt í einu sparkaði hann í eitthvað. Hvað var þetta? Aha, þetta var peningaveski! Bjarni tók það upp, og í því var hundrað króna seðill og þrír tíu króna seðlar. Auk þess voru í veskinu krónu og tveggja krónu peningar og margir smápeningar. Hver skyldi eiga þetta? Hann fann lítið kort, og á því stóð nafnið: Pétur Jónsson, Bakkagerði. — Nú, já, hugsaði hann, það er pabbi hans Kalla, og hann átti að fá eins mikla peninga og hann langaði. Pétur Jónsson hlýtur að vera ákaflega ríkur. Svo hvíslaði freistarinn: — Taktu nokkrar krónur. Pétur Jónsson tekur ekkert eftir því, þar eð hann hefur áreiðanlega ekki talið pen- ingana. Þú getur hæglega eignazt nokkrar krónur til að hafa með þér j ferðalagið, Bjössi lét nokkra krónu og tveggja krónu peninga í vasa sinn. Skömmu seinna fór hann heim til eigandans og afhenti veskið stúlku í eld- húsinu. Á eftir leið Bjössa ekki vel. Peningarnir í vasa hans eyðilögðu allt ferðalagið fyrir hon- um. Að vísu hafði enginn séð hann taka þen- ingana, en samt óttaðist hann, að félagar hans kæmust að því. Hugsum okkur, að pabbi hans Kalla hefði saknað peninganna og hefði minnzt á það við hann. Bjössi horfði á félaga sinn, en sá ekkert það í augum hans, sem bent gæti til þess, að hann vissu um þjófn- aðinn. ísinn, sem Bjössi keypti var ekki eins góð- ur á bragið og hann var vanur. Hvað hafði hann eiginlega gert? Hugsa sér, hvað það hefði getað verið gaman í ferðalaginu, ef samvizkan hefði ekki alltaf verið að ásaka hann! Kvöldið eftir heimkomuna sá Bjössi hvar Pétur Jónsson kom gangandi heim að húsinu. — Nú er hann kominn til að saka mig um þjófnað, hugsaði Bjössi. — Góða kvöldið, drengur minn, sagði Pét- ur Jónsson, þegar hann kom inn. Þakka þér fyrir, að þú skilaðir veskinu mínu. Þú ert heiðarlegur drengur. Hérna hefurðu 15 krón- ur í fundarlaun. — Ég á engin fundarlaun skilið, og.ég er alls ekki heiðarlegur, því að ég tók peninga úr veskinu, sem ég keypti fyrir á ferðalaginu, svaraði Bjössi og fór að skæla. — Það var ekki rétt af þér, drengur minn, en ég er feginn, að þú sagðir mér það, og ég er viss um, að þú gerir það ekki aftur. Ég fyrirgef þér. Taktu bara við peningunum, og þurrkaðu af þér tárin. Bjössi þurrkaði sér um augun með handar- bökunum og þakkaði fyrir sig. En hvað hon- um jeið mikið betur! Þegar hann háttaði um

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.