Ljósberinn - 15.04.1960, Blaðsíða 11

Ljósberinn - 15.04.1960, Blaðsíða 11
er ekki ég. Ég er í fallegri, blárri treyju og gulum buxum og hef þrjá nýslegna skildinga í vasanum. — Já, sagði lögregluþjónninn, gerðu þér bara upp eins mikla heimsku og þú vilt. Við erum nú farnir að þekkja svona pilta eins og þig. Það ert þú og enginn annar. Gerðu svo vel að lötra nú af stað orðalaust. Svo fóru þeir til dómarans. Dómarinn setti upp gleraugu, fletti upp stórri bók, og las: — Grá treyja, rétt er það, bættar buxur, líka rétt. Það er engum blöðum um það að fletta, þetta er hann. Á morgun skal hann verða hengdur. En nú æpti strákauminginn af öllum kröft- um: — Það er ekki ég, það er ekki ég. Ég, sem er í blárri, fallagri treyju og nýjum, gulum buxum og hef nýslegna skildinga í vasanum. Nú varð dómarinn fokreiður og sagði með miklu þjósti: — Dirfist þú, þrjóturinn þinn, að gera gys að dómaranum. Stendurðu ekki þarna bí- sperrtur í argvítugum, gráum görmum og berð það blákalt fram, að þú sért í blárri treyju, og gulum buxum. Snáfaðu strax í varðhaldið! Hér duga nú engin undanbrögð framar. En þjófurinn, sem stal fötunum frá heimska stráknum, hafði farið inn í veitingahúsið, og borizt mikið á. Um nóttina reyndi hann að brjóta upp peningaskáp veitingamannsins og stela peningum til þess að borga það, sem hann hafði keypt um kvöldið, en gerði ein- hvern hávaða, svo að fólkið vaknaði, og hann var strax tekinn höndum og settur í fangelsi. Vesalings heimska stráknum kom ekki dúr á auga um nóttina, því að hann kveið svo fyrir að láta hengja sig. En um miðnæturbilið kom til hans lítill, gráklæddur maður, og sagði: — Þú þarft ekkert að verða hræddur, ég er gálgakarlinn og geng inn um lokaðar dyr, þegar ég þarf að tala við menn. Nú skal ég segja þér, hvers vegna ég kom. Ævinlega, þegar saklaus maður er hengdur, verð ég að barma mér, gráta og andvarpa, og það vil ég ekki þurfa að gera. Þú ert saklaus, og þess vegna langar mig til að hjálpa þér. í klefan- um hérna hinum megin við þilið er þjófurinn, LJÖSBERINN sem stal frá þér treyjunni þinni og buxunum, meðan þú svafst úti í skóginum, og klæddi þig aftur í ræflana sína. Þetta skalt þú nú segja dómaranum á morgun. Þú getur sann- að sögu þína með því, að skildingarnir þrír séu í buxnavösunum. Svo getur þú kallað karlinn, sem keypti gæsirnar til vitnis. Hann mun bera kennsl á skildingana sína. Svo hvarf litli gráklæddi maðurinn, og strákurinn sat eftir og undraðist stórum. — Það hefur verið aumi þorparinn, sem stal fötunum mínum, sagði hann. — Þeir mega hengja hann fyrir mér, ég skal víst ekki svíkjast um að segja dómaranum frá þessu. Dómaranum þótti ekki sagan trúleg, en lét þó leiða þjófinn fram fyrir sig. Þjófurinn þverneitaði. Þá sagði dómarinn: ■— Hvað hefurðu í buxnavasanum. — í buxnavasanum. Hvað ætti ég svo sem að hafa í buxnavasanum, nema ekki neitt, hann er alveg tómur. Svo spurði dómarinn strákinn, hvað hann hefði í vasa sínum. — Þrjá nýslegna skildinga, sem ég fékk hjá karlinum digra fyrir gæsirnar, sem ég seldi honum, hef ég í vasanum á nýju buxunum mínum gulu, sem þessi sláni stal frá mér, þeg- ar ég sofnaði úti í skóginum. Nú lét dómarinn leita í vösunum, og skild- ingarnir fundust þar. Svo var karlinn digri sóttur og spurður, hvort hann þekkti þessa þrjá nýslegnu skild- inga. — Já, sagði hann, það eru skildingarnir, sem ég borgaði þessu flóni fyrir sex feitar gæsir. — Það er ekki satt, dómari góður, sagði strákurinn, það voru þrjár gæsir, ég taldi þær sjálfur. Þá hló karlinn og dómarinn líka, því að nú sá hann, hvernig í öllu lá. Svo lét hann klæða þjófinn úr stolnu föt- unum, og fá stráknum þau, en þjófurinn var klæddur í gráu garmana sína og hengdur í þeim.. En þegar strákurinn var búinn að klæða sig í bláu treyjuna og gulu buxurnar aftur, réð hann sér ekki fyrir kæti. — Nú er ég þó viss um, að þetta er ég sjálf- ur, sagði hann, ég hefði gaman af að sjá þann, 59

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.