Ljósberinn - 15.04.1960, Blaðsíða 9

Ljósberinn - 15.04.1960, Blaðsíða 9
halda skyldi, ef henni var sagt það. Stundum var hún aðeins í óvissu um, hve langt ætti að reka skepnurnar. Stanzaði hún þá venjulega og be,ið nánari upplýsinga. Þurfti þá bara að segja já eða nei. Já þýddi, að áfram skyldi haldið, en nei að nógu langt væri farið. Tveim dögum áður en Drífa dó fór hún með bróður mínum að reka kindur iár túninu upp fyrir girðingu. Án þess að Drífa veitti því athygli skildi bróðir minn eftir, af. ásettu ráði, þrílembda kind, sem við áttum. Á heim- leið kom Drífa auga á kindina, hljóp til henn- ar og gelti einu sinni til að segja honum frá, að þarna væri ein ær eftir. Hann svaraði aðeins: — Hún á að vera kyrr. Drífu þótti mistök ákaflega leiðinleg. Hún kom með lafandi skott til bróður míns eins og hún vildi biðja afsökunar á heimsku sinni. Mig langar til að nefna enn eitt dæmi um hyggindi Drífu, sem náði lengra viti mínu. Það var að vetrarlagi í snjó og frosti. Mér varð litið út um eldhúsgluggann og upp á veg- inn, sem var í tíu til tólf metra fjarlægð. Sá ég hvar hrafn var þar á hreyfingu. Ég þótt- ist strax sjá að hann hefði orðið fyrir ein- hverju slysi. Fiðrið var rifið og tætt og hægri vængurinn hékk máttlaus niður í snjóinn eins hon- œtlaði að bíta strákinn, er hljóp ■ kom þá sem fœtur toguðu. Pétur var og ekkert hrœddur. og brotlnn væri. Auk þess var hann mikið haltur á hægri fæti. Ég vorkenndi vesalings fuglinum og gerði ráð fyrir, að hann væri svangur og hefði þess vegna leitað heim að bænum. Brá ég skjótt við, tíndi saman ýmis- legt matarkyns, sem ég gerði ráð fyrir, að svöngum hrafni bragðaðist á, og gekk út. Á tröppunum sat Drífa hin rólegasta og horfði á hreyfingar hrafnsins alveg áhuga- laus. — Þú ert góð Drífa mín, sagði ég, — að láta krumma aumingjann í friði, þegar hon- um er svona illt. Síðan gekk ég upp að veginum og ætlaði að láta matinn í snjóinn. En þá gerðist nokkuð óvænt. Á svipstundu varð hrafninn albata. Fiðrið varð slétt og gljáandi. Hann breiddi úr tveimur sterklegum vængjum, spyrnti við jörð með heilum fótum og hóf sig krúnkandi til flugs. Þá skildi ég, hvernig í öllu lá. Hann hafði haltrað aftur og fram og borið sig aumlega til að gabba Drífu. Það tókst ekki. Hún sá við honum. En ég lét glepjast af leik hans og trúði varla eigin augum, þegar hann flaug á braut með sterkum vængjatökum. Margt fleira mætti segja um Drífu, af nógu er að taka. En ég ætla aðeins að lokum að bæta við fáeinum orðum um afdrif hennar. Mánudaginn, 14. júlí 1958 rendi bifreiðin heim í hlað eftir stutta ökuferð. Drífa var vön að hlaupa á móti bílnum í hvert sinn, sem hann nálgaðist, til að fagna honum. Það gerði hún líka í þetta sinn, þó að henni væri orðið erfitt um hreyfingu, þar sem fjölgunarvon var hjá henni innan skamms. Annað ökutæki stóð á hlaðinu, þar sem bif- reiðinni var venjulega lagt, svo að nú fór hún aðra leið. Sólin skein glatt og blindaði öku- manninn. Þegar bíllinn nam staðar, lá hvít tík á hliðinni bak við annað afturhjólið. Það fóru krampadrættir um kroppinn. Henni var lyft upp með varfærnum höndum. Höfuðið var strokið blítt. Fá orð voru sögð, en mörg heit tár féllu niður hvíta kollinn. Nokkrar myndir voru teknar að lokum. En það vantaði líf í brúnu, fallegu augun. Þau voru brostin. Það var búið um Drífu í stórum pappa- kassa, og hún síðan borin út í blómagarðinn, LJOSBERINN 57

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.