Ljósberinn - 15.04.1960, Blaðsíða 12

Ljósberinn - 15.04.1960, Blaðsíða 12
£ omr IQacin ^JJoínei: * □ PIUMÞRÆLSINS Brátt leit kristniboðsstöðin út eins og kast- alabygging. Á stóru flaggstönginni í garðin- um blakti norski fáninn. Á kirkjuþakið hafði verið málaður stór, norskur fáni, til þess að Japanar gætu séð, að hér voru norskar bygg- ingar, sem þeir máttu ekki kasta sprengjum á. Umhverfis alla stöðina var stór varnargarð- ur, og fyrir innan stóra, harðlokaða hliðið gengu menn fram og aftur til að koma öllu í lag í híbýlum þeirra mörghundruð skóla- drengja, sem höfðu horfið á burt í miklum flýti. Loks var allt komið í röð og reglu, og drengirnir áttu að lesa lexíurnar sínar og sinna öðru undirbúningsstarfi undir skólann, þegar þeir þurftu ekki að standa á verði. Ekki varð þeim mikið úr verki, því að brátt voru allar götur fullar af flóttamönnum. Þeir fóru að berja á hliðið og biðjast hjálpar, þegar þeir komu auga á fánann. Það var blátt áfram hættulegt að opna hliðið, því að allur þessi soltni skari gat þá ruðst inn, rænt og ruplað. En hér var ekki margra kosta völ. Frá svöl- unum var hægt að sjá sjúklinga, dauðþreytt börn og alla hina, sem höfðu safnazt saman fyrir utan. Við urðum að koma til hjálpar, og nú fékk drengjaflokkurinn tækifæri til að sýna, hvað í þeim bjó. Þeir komu upp súpu- dreifingarstöð við aðalstrætið, Þeir kveiktu sem þorir nú að kalla mig þjóf. Nei, það held ég sé óþarfi fyrir mig að stela, þegar ég hef troðfulla vasana af spánýjum, glóandi fögr- um skildingum. Nú verð ég að fara að telja þá og vita, hvort þeir eru allir. Svo tók hann skildingana upp úr vasanum og fór að telja: — Einn, tveir, þrír. Og ef hann er ekki orðinn uppgefinn, er hann .sjálfsagt enn þá að telja. FRAMHALDSSAGA 11 undir stóru pottunum í skólaeldhúsinu og fylltu þá af vatni og hrísgrjónum. Svo báru þeir mörghundruð fötur af þykkri hrísgrjóna- súpu til hungraða flóttafólksins. Það er ekki hægt að gleyma dugnaði drengjanna, enda unnu þeir vikum saman að því að bjarga löndum sínum. Svo bættust líka særðu her- mennirnir við í hópinn. Þeir komu austan að, beint frá vígstöðvunum og höfðu hvorki fengið viðhlýtandi umbúnað um sár sín né aðra umhirðu. Nú kom sér vel fyrir drengina að hafa lært hjálp í viðlögum. Dag einn kom skinhoraður, fársjúkur dreng- ur á súpudreifingarstöðina. Hann fékk góðan skammt af hrísgrjónasúpu, um leið og aðrir flóttamenn. Hann horfði stórum augum á þessa drengi, sem voru svo góðir vinir út- lenda mannsins, Þeir voru glaðir og ánægð- ir á svipinn, þó að þeir væru mjög önnum kafnir. Hann langaði til að stanza og tala svolítið við þá, en honum fannst, að hann gæti ekki tafið þá. Hann lagðist fyrir við vegbrún- ina tiL þess að hvílast og þar sofnaði hann. Það var orðið framorðið, þegar hann vakn- aði. Drengirnir og útlendingurinn voru að taka saman dót sitt. Einn drengjanna gekk til hans. Hvaðan ert þú? Ég er kominn alla leið frá Suður-Húnan, svaraði Foolai. Eru foreldrar þínir ekki með þér? Þau eru bæði dáin. Ég er munaðarlaus. Vesalingurinn. LJDSBERINN 60

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.