Ljósberinn - 01.10.1960, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 01.10.1960, Blaðsíða 6
AUSTU RLENZK HIJSIVIÚÐIR Heiniaofin marg-lit teppi eru breidd á jarðgólfið. Búmfötum er hrúgað sam- an úti í horni. Fyrir fram- an liana eru bollar og kaffikanna á bakka. En kaffið hitar hún á látúns- katli með innbyggðu glóð- arkeri. aði Eiríkur í örvæntingu, og byrjaði að klóra í moldina með berum höndunum. -—-'Ég geri ekki ráð fyrir, að við getum það, sagði Villi hægt. — En ég vil komast út. Ég vil komast heim til mömmu cfg pabba. Ég vil ekki liggja hér og kafna. Eiríkur var alveg frávita. Þótt Villi væri yngri var hann rólegri. — Ned, við köfnum ekki, því að það kemur loft gegnum litla gatið þarna. En við skulum biðja Jesúm um að bjarga okkur héðan út. Hann getur hjálpað okkur. Við skulum líka biðja hann um að fyrirgefa okkur, að við höf- um verið vondir við Jón litla frænda. Innilokaðir í óhreinum moldarhelli báðu drengirnir tveir Jesúm um að hjálpa sér, og meira að segja Eiríkur varð rólegri. Á heimili drengjanna var verið að borða hádegisverð, og foreldrar þeirra furðuðu sig á því að þeir mættu ekki á réttum tíma. Það gerðist annars aldrei. — Veizt þú ekki hvar frændur þínir eru? spurði pabbi drengjanna Jón litla Jón sagði, að hann vissi það, en hann vildi helzt ekki segja frá því, — Við viljum helzt fá að vita það, af því að ég held, að það hafi eitthvað komið fyrir þá, sagði bóndinn. Treglega sagði Jón frá því, að hann hefði séð þá hverfa .inn í hólinn úti í skógi. — Heldurðu, að þú getir fundið staðinn aft- ur? spurði bóndinn, og þaut á fætur. Jón var viss um, að hann gæti það, og skömmu seinna var hann á leið inn í skóginn ásamt frænda sínum og tveim vinnumönnum. Fullorðnu mennirnir höfðu með sér skóflur, því föður drengjanna grunaði, að hellirinn hefði fallið yfir drengina tvo. Jón vísaði mönnunum hiklaust á staðinn, og mennirnir byrjuðu strax að grafa, til þess að ná drengjunum út. Drengirnir höfðu ekk- ert meiðzt, en þetta var í síðasta sinn, sem þeir grófu sér helli inn í hól. Og frá þessum degi, gerðu þeir sér far um að vera góðir við litla frænda sinn, og léku sér aldrei án þess að hafa hann með. Þeir gleymdu heldur ekki að þakka Jesú fyrir hjálpina, sem hann hafði sent þeim með Jóni litla. 106 LJÓSBERINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.