Ljósberinn - 01.10.1960, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 01.10.1960, Blaðsíða 7
BARNIÐ. BÆNEN o9 BBÉFIÐ — Peggý frænka, hvað hefur þú hugsað þér að ég verði lengi hjá þér? Augun í henni Sharon voru stór og spyrj- andi, og tvö tár blikuðu í þeim. — Ertu nú orðin leið á því, Sharon litla, að vera hjá frænku gömlu? Peggý klappaði henni á kinnina. — Segðu þetta ekkii, frænka. Þú veizt sjálf, að þú ert ekki í raun og veru frænka mín. Nú langar mig til þess að spyrja uppi ættingja mína og reyna að finna þá. Peggý frænka tók barnið í fang sér og sagði: — Móðir þín lét mig hafa peningaávísun, þegar hún fór til Þýzkalands, og sagði: „Láttu Sharon fá það sem hún þarfnast. Hjá þér mun henni líða vel.“ Þú veizt að mamma þín varð að yfirgefa landið, og nú er hún dáin. Langar þig til þess að fara burtu frá mér, barnið mitt? Ég vil ekki að þér leiðist, og mér þykir vænt um þig, og á litla fátæklega heimilinu mínu getur þú verið örugg. — Elsku góða Peggý, enginn er eins góður og þú, en leyfðu mér að leita að ættingjum mínum. Það getur vel verið að einhverjir þeirra séu hér á landi. Á kvöldin lá Sharon litla grátandi í rúm- inu sínu og bað til frelsarans, sem Peggý hafði kennt henni að elska. — Kæri góði Jesús, hjálpaðu mér til þess að láta mér ekki leiðast hjá Peggý frænku. Hjálpaðu mér til þess að bíða, hjálpaðu mér til þess að skrifa bréf. Daginn eftir sat Sharon í herberginu sínu og var að reyna að krota bréf.----- Fyrir utan skrifstofudyr prestsins stóð lítil stúlka í þunnri kápu með sandala á fótunum. Hún barði hægt að dyrum, en enginn gegndi Hún barði aftur, en enginn kom til dyra. Þá gekk hún rakleitt inn. Presturinn leit undr- andi upp. — Fyrirgefið, herra prestur, sagði hún. Ég barði að dyrum, en enginn gegndi. Viltu senda þetta bréf fyrár mig? Presturinn lagði frá sér Biblíuna. ■—- Hefur þú verið að skrifa bréf, Sharon? Sharon horfði vonaraugum á prestinn og sagði: — Þú mátt lesa það, en ekki meðan ég er hér. Vertu sæll. Sharon þaut svo fljótt út úr dyrunum að presturinn áttaði sig ekki á því fyrr en hún var horfin, svo honum gafst ekki tími til þess að segja meira við hana. Hann stakk bréfinu í vasann og gleymdi því þar. Sharon bað: Kæri Jesús, þú sem fannst lambið, sem villtist í fjallinu, þú getur líka fundið ættingja mína, ef ég á einhverja ætt- ingja. Viltu finna þá fljótt. Þú veizt að ég hef auglýst eftir þeim. — Kæra gamla Peggý, þú getur ekki haft barnið lengur. Þú verðuf að láta einhvern annan taka að sér að ala það upp. — Já, frú Brún, en hver ætti að taka hana? Ég læt hana ekki frá mér til hvers sem er. Frú Brún stóð hugsandi litla stund, svo sagði hún: ■—- Barnið skulum við hjónin taka. Við er- um einmana síðan Magga litla dó. Kallaðu á hana Sharon, og spurðu hana hvort hún vilji koma til okkar. Sharon flýtti sér inn þegar kallað var á hana. LJDSSERINN 107

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.