Ljósberinn - 01.10.1960, Blaðsíða 12

Ljósberinn - 01.10.1960, Blaðsíða 12
£ CMt Uacln ^JJoinei: * □ PIUMÞRÆLSINS Örlagarík tíðindi. Þetta bar við brennheitan sólskinsdag rétt fyrir sumarfríið. Kristniboðinn sat á skrif- stofu sinni og ætlaði að fara að vinna að reikn- ingsinnfærslu. Hitinn var svo mikill, að það var nærri ómögulegt að vinna. Svitinn rann af enninu niður á bókina og setti sín merki á blöðin. Dyrnar út á svalirnar stóðu á víða gátt, en það gagnaði lítið, því að ekki var um andvara að ræða úti. Drengirnir voru úti og leituðu skjóls undir appelsínutrjánum. Þeir áttu að lesa lexíurnar sínar, en gátu það eng- an veginn. Þeir höfðu lagt sig út af, spjölluðu saman og létu fara vel um sig. Stundum tók- ust þeir á í fullri vinsemd, þegar þeir voru að kasta mosa hver í annan. Skyndilega varð órói í hópnum. Foolai kom á harða hlaupum inn um gargshliðið, stökk upp tröppurnar og þaut beint inn til kristniboðans. Hann virtist vera viti sínu fjær. bergis uppi á lofti. En hve hann var hvíld- inni feginn! Honum varð nú litið út á götuna og sá þá gamla hermanninn sitja þar. Hann flýtti sér þá að Ijúka upp glugganum ogkallaði: — Flýttu þér, flýttu þér að koma hingað inn. Hér er dásamlegt að vera! Þá stóð gamli maðurinn loks upp og gekk að húsinu. Hann sýndi þjóninum spjaldið og fékk sömu viðtökur. Þetta kvöld voru tveir gestir í skrautlega húsinu vegna sonarins. Vegna hans leið þeim svo vel, að þeir þökkuðu Guði af öllu hjarta. Þessi saga getur verið oss dæmisaga jafn- framt því,, sem hún er sönn. Hún getur minnt oss á Jesúm, Guðssoninn, og það, sem hann hefur gert fyrir oss. FRAMHALDSSAGA 14 — Prestur, prestur, sagði hann lágri röddu. Flýttu þér að fela mig. Nú eru þeir að elta mig. — Hver þá? — Hingað er kominn maður frá þorpinu mínu. Ég er alveg viss í minni sök. Ég get heyrt það á mállýzkunni. — Hvar er hann? — Hann situr niðri við hliðið, og hann spyr eftir prestinum. — Nú, jæja. Farðu hérna inn í stofuna og fáðu þér sæti. Þú getur falið þig undir legu- bekknum, ef einhver kemur. Ég ætla að fara niður að hliðinu og vita, hvað manninum er á höndum. Klukkan er fjögur, og ég þarf hvort eð er að fara og vitja hinna sjúku. Kristniboðinn fylgdi Foolai inn í stof- una, en hann vildi ekki setjast í hæginda- stólinn og bíða. Hann lagðist í gólfið og skreið undir legubekkinn. Ábreiðan á legu- bekknum huldi hann vel, svo að enginn gat séð hann. Svo gkk kristniboðinn niður í húsa- gárðinn. Þar voru margir gestir, sumir voru komnir til að lesa dagblöðin og hvíla sig svo- lítið í þægilegum svalanum þarna niðri. Aðrir voru komnir til að kaupa lyf, og svo voru margar mæður þarna samankomnar, sem ætl- uðu að láta bólusetja börn sín. Það stóð heima. Þarna var kominn maður frá Suður-Húnan. Kínve'rski presturinn sat einmitt hjá honum og var að tala við hann. Kristniboðinn gekk til þeirra og heilsaði þeim. Þessi maður er 112 LJDSBERINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.