Ljósberinn - 01.10.1960, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 01.10.1960, Blaðsíða 8
— Þú ert áreiðanlega góð kona, frú Brún, en ertu nokkuð skyld mér? Þú skilur það, að ég hef beðið Jesúm að sjá um að einhver ætt- ingja minna taki mig til sín. Þess vegna verð ég að bíða á meðan hann er að leita að ein- hverjum úr fjölskyldu minni. Ef hann sendir engan til mín, skal ég láta þig vita. Þú mátt ekki reiðast mér, frú Brún, en Jesús er bezti vinur minn, og hann á að fá að hjálpa mér. Frú Brún vöknaði um augu og sagði: — Þú ert skynsöm og góð stúlka, barnið mitt. Við skulum nú bíða og sjá til, hvernig Jesús leysir vandann. Presturinn átti oft í hugarstríði, þegar hann hugsaði um liðinn tíma. Systir hans hafði orðið ósátt við hann þegar hún giftist þeim manni, sem hann hafði miður gott álit á, og sagði henni það. ,,Ég gefst þeim manni, sem mér þykir vasnt um, og við förum úr bænum, svo að þú þarft ekkert að vita af okkur,“ hafði hún sagt. — Farðu bara, hafði stúdentinn bróðir hennar sagt. Síðan hafði hann aldrei séð syst- ur sína. Hún hafði farið af landi burt, og hafði aldrei komið aftur heim til lands síns, og enginn vissi hvar hún átti heima. Maðurinn hennar hafði dáið nokkru eftir að þau höfðu farið af landinu, og eftir því sem hann hafði heyrt, var systir hans dáin líka. Skyldi Guð nokkurn tíma geta fyrirgefið honum? Hann, sem hafði sýnt systur sinni kulda og hörku og eiginlega hrakið hana úr landi. Oft hugsaði presturinn um þetta. Hann beygði hné sín, og bað Guð um að fyrirgefa sér. Hvað var nú þetta, bréfmiði? Presturinn stakk hendinni niður í vasann og rakst þar á bréfið frá henni Sharon og sagði við sjálfan sig: „Ég hef gleymt að setja það í póst. Hún sagði að ég mætti lesa það.“ Hann opnaði bréfið og las: — Ég er lítil stúlka, sem á ekki pabba og mömmu, og á heima hjá fjósakonunni, sem mjólkar kýrnar á herragarðinum. Ég fæ góða mjólk hjá herragarðsfrúnni, en fjósakonan frænka mín, er gömul og ég hef beðið Jesúm að finna ættfólk mitt. Ég heiti Sjarlotta Viks- bo Hertings. Presturinn lagði bréfið frá sér. Hann var fölur sem nár, og hendur hans skulfu, þegar hann tók bréfið aftur til þess að lesa það. Getur það verið mögulegt? Skyldi þetta vera systurdóttir mín? Jú, það hlýtur að vera. Nafnið bendir til þess. Er vesalsings Sharon systurbarn mitt? Kæri, góði Guð, nú ætla ég að taka hana að mér, og hún skal eignast heimili hjá mér. Presturinn hringdi til Peggýar og bað hana PETLR LITLI ★ MYNDASAGA FYRIR YNGSTU BDRNIN Eitt sinn íór Pétur inn á flugvöll- inn, sem var nœrri heimili hans. Hann fylgist með œfiní sem hóf sig og lenti i sífell kom flugmaðurinn til 1 108 LJDSBERINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.