Ljósberinn


Ljósberinn - 13.11.1926, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 13.11.1926, Blaðsíða 4
364 LJÓSBERINN Börnin í frumskóginum. (Pýtt handa »Ljósberanum« úr »Hjemmet«) XI. Heimkoman með Ólaf litla. Nokkrum dögum síðar, hengdu þau körfu sína í olíupálma skömmu fyrir sólarlag. Þau ætluðu að steikja sér læri af villisvíni. Þau hofðu síðasta kast- ið ekki séð svo fátt af villisvínum og þótti það vera vottur þess, að þau væri komin nærri kornekrum, því þar hafast þau svín helzt við og róta oft í ekr- unum og skemma. Örninn sat á körfunni, Páll og Eli söfnuðu kvist- um í bál, en Bambo át lauf af grænum runnum. Þá heyrðu þau að örninn flaug upp í olíutréð og barst þeim þá þegar ógna óp og skrækir. Þetta hljóð var svo óvenjulegt, spruttu þau því upp úr körfunum og héldu á hljóðið. Hvað sáu þau? Ekki nema það, að örninn sat á grein fyrir fram- an hvítt, nakið barn og æpti undarlega hásum manna rómi, og baðaði út höndunum í hvert skifti, sem örninn hjó í það bogna nefinu. Ilærra uppi sat Spimpansi og vældi og var með því að hvetja litla snáðann til að bera vörn fyrir sig. Alt í einu rak Eli upp hljóð, og í einum svip rak hún örninn burt af greininni og greip litla barnið á arma sér. Sjimpansinn lét illa og varpaði sér óður og æfur niður á greinina. En Páll skaut hann og féll hann þá brátt dauður niður; skotið kom í brjóstið.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.