Ljósberinn


Ljósberinn - 11.11.1933, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 11.11.1933, Blaðsíða 5
LJÖSBERINN 309 þessa, og þóttist þess fullviss, að hún væri erlend, líklegast ensk, og kannske það sem fólkið kallar »túrista«. Lotta hafði stundum séð þesskonar ferðafólk, þegar það kom til Syðstuvíkur, og það var æfinlega eitthvað meira og minna frábrugðið öðru fólki í klæðaburði og að útliti, og svo glápti það á alt og alla! Og nú gat Lotta heldur ekki betur séð, en að konan beindi sjónaukanum þangað sem hún stóð! Lottu varð ósjálf- rátt litið ofan á fætur sér. Þar sátu gömlu skórnir hennar hælaskakkir með bætur á tánum, en hreinir og gljáandi af Hreinsskósvertu. Lotta fór þá lika að hneppa að. sér kápunni, og laga á sér liárið. Svo leit hún aftur á konuna. En nú sneri hún sér í aðra átt með sjón- aukann. »Gaman væri nú að vita hverskonar manneskja þetta er,« hugsaði Lotta, með s 'r. Svartklædda konan hafði vakið for- vitni Lottu. Það var eitthvað leydar- dómsfult við hana. Kannske voru það svórtu fötin, sem gerðu það að verk- um? Farþegarnir. fóru í land. I argir mættu kunningjum sínum, sem tóku þeim opnum örmum, og leiddu þá heim með sér þegar í stað og bráð- um voru engir aðrir á »platningunni« en verkamennirnir, sem tóku til óspiltra málánna við afgreiðslu skipsins. En svartklædda konan stóð í sömu sporum og starði á land. Lotta fór að vorkenna henni með sjálfri sér. Hún á auðsjáanlega enga vini, sem fagna henni hér, aumingja konan,« hugsaði Lotta með sér, er hún sneri heim á leið, og hljóp við fót, því nú mundi Lotta eftir því að hún átti að kaupa mjólk handa yngsta barninu, og nú var líklega búið að loka mjólkur- búðinni! Svartklædda konan hvarf. því úr huga hennar þegar hún fór að hugsa um vandræðin, sem mamma hennar kæmist í vegna barnsins, ef engin feng- ist mjólkin. Lotta iðraðist sáran eftir slório niður á »platningunni«. Mjólkurbúðin var ólokuð ennþá, cg Lottu létti stórum. En fögnuður henn- ar varð æði skammgóður, því henni var sagt að mjólkin væri svo að segja öli uppgengin, hún gæti líklegast ekki feng- ið neina mjólk, nema ef að hún Oddný í garnla húsinu vildi láta henni eftir dropann, sem hún var vön að kaupa á surinudagskvöldin, og hún var ekki far- in að sækja ennþá. Það hýrnaði töluvert yfir Lottu, þeg- ar hún heyrði þetta. Að vísu var hún ekkert kunnug íbúum gamla hússins, en hún bar samt það traust til gömlu góðlátlegu konunnar, að hún mundi greiða úr vandræðunum ef hún gæti. Lotta hentist út úr búðinni, og ætlaði ekki að lina á sprettinum fyr en hjá gamla húsinu. En þegar hún kemur út í stigann fyr- ir framan búðina, stendur þar engm önnur en svartklædda konan, dularfull og hljóð, og gægist forvitin til beggja hliða. Lottu rak í rogastanz, og ekki mink- aði undrun hennar, þegar konan snýr sér að henni og segir á íslenzku, þótt með erlendum hreim væri: »Gott kvöld, litla stúlka! Geturðu vís- að mér til vegar hérna?« Það kom sér nærri því vel, að mjólk- urkannan, sem Lotta hélt á í hendinní, var tóm, því að ef eitthvað hefði verið í könnunni, þá hefði það sennilega helst niður, annað eins viðbragð og Lotta tók, þegar konan kastaði kveðju á hana. Það var tekið mjög að skyggja, en þó þóttist Lotta sjá votta fyrir brosi á hinu alvarlega andliti konunnar, þegar hún sá fátið, sem kom á Lottu. »Geturðu það, litla stúlka?« spurði hún aftur, með rödd, sem lét einkarvel

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.