Ljósberinn


Ljósberinn - 11.11.1933, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 11.11.1933, Blaðsíða 7
LJÖSBERINN 311 gamla postulínið, sem hékk á veggjun- um hringinn í kring, gægðist fram úr húminu, kaldranalegt á svipinn. — Gústaf stóð við gluggann sinn og starði á löngu húsaröðina andspænis. Þar virt- ist vera jafn myrkt og kalt, eins og heima hjá honum sjálfum. Hellidemb- ur skullu við og við á gluggana. Gústaf stóð nú þarna svo óánægður, þreyttur og fýlulegur á svipinn. Móðir hans sagði að hann læsi alt of mikið og úthúðaði kennurunum fyrir ranglæti þeirra, og þó létu þeir hann sitja eftir í bekknum í þetta skifti, en Gústaf sjálfum stóð alveg á sama um það. Til hvers átti hann að sitja við lestur? Hann mundi hvort sem er erfa feikna auð, og annað þurti ekki til að verða burgeis er allir beygðu sig fyrir. En víst var það, að skólabræður hans skriðu að minsta kosti ekki fyrir hon- um — og það sárnaði honum mest af öllu. Hann var illa liðinn af þeim, eink- um í nýja skólanum. Þeir höfðu fengið einhvern pata af ljótu sögunni af hon- um í Rósagarðinum, um það var hann sannfærður, enda þótt ,hann heyrði þá aldrei inna í þá átt. En hvers vegna skyldu annars allir hafa svona illan bif- ur á honum og fyrirlíta hann? Hann var venjulega að velta þessu fyrir sér og gera sig æstan með því. Svo var hann sokkinn niður í þær hug- leiðingar, að hann tók ekki eftir því, að hringt hafði verið við aðaldyrnar og ókunnum manni hleypt inn, en fótatak hans heyrðist ekki á hinum þykku gólf- ábreiðum á ganginum. »Góðan daginn, Gústaf,« var þá sagt með mjúkum rómi og titrandi af geðs- hræringu, frammi. við dyrnar. Gústaf sneri sér við í snatri. Hann fölnaði upp, og honum fanst alt dansa þar inni fyrir augum sér. Þarna var Jóhannes kominn, frískur og hraustur, Gústaf réð sér ekki fyrir tryltri kæti - það var eins og hann sæi nú, eftir langa myrkratíma, sólina skína fram úr skýjunum. Og eitthvað hlýtt og blítt, sem hann kannaðist ekki við, hreyfði sér hið innra með honum. Hann fór yfir gólfið, sem ,hann flygi, til að taka Jó- hannes sér í faðm, en nam staðar á miðri leið, eins og orðinn að steini. Jóhannes gekk við hækjur. Hann hafði tréfót! Það var eitthvað svo óvið- kunnanlegt að heyra hann staulast um gólfið til móts við Gústaf. Og svo var hann svo fölur, og augun svo stór og djúp, en þó svo mild og ástúðleg. »Jóhannes! Hefir þú mist annan fót- inn? Og' það var mér að kennak æpti Gústaf upp, hræddur og örvinglaður. Og er hann sá fyrir sér afleiðingarnar af ódáðaverki sínu, þá varð honum fyrst ljóst, hvað það var, sem hann hafði gert. Hann varpaði sér fram á borðið og grét hástöfum. Honum súrnaði sjáaldur ' í augum af tárunum; en fanst líka hjarta sínu blæða, og hann varð alte’k- inn af beiskri iðrun. »Nei, nei, Þú getur aldrei fyrirgefið mér hvað skyldi verða um mig? Þér væri betra að vera dauður. Gengur á tréfæti! Nú getur þú aldrei hlaupiö fram og aftur í skóginum, og hinn fót- urinn !« »Það var þungt, og er það enn,« sagði Jóhannes grátkæfðum rómi. Hann fann hálfu sárar til þess, sem hann hafði mist, þegar hann sá, hve Gústaf var hryggur. En hin meðfædda löngun hans til að hjálpa og hugga fékk þó brátt yfirhöndina. »Ég verð að ímynda mér, að ég hafi verið í hernaði,« sagði hann og þerraoi af sér tárin. »Handleggina á ég eftir — svo að eitthvað get ég þó alltaf unnið með þeim. Ef mamma væri bara ekki svo fátæk eins og hún er, þá skyldi ég hið bráðasta ganga á skóla til þess að

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.