Ljósberinn


Ljósberinn - 12.04.1930, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 12.04.1930, Blaðsíða 3
LJÖSBERINN 115 var hægðarleikur að sjá, hve })css} múr- ari hafði haft miklar mætur á henni. Og það kom líka af [jví, að hún veitti honum kraft til að bera hinar fiyngstu þjáningar. En ég, aumur maður, hafði lleygt henni frá mér í léttúð ininni. Nú var hún komin tíl mín fyrir Gúðs dásainlegu handleiðslu og [iá liófst nýtt skeið í lífi mínu. Nú veit ég, að Guð hefir svarað bænum móður minnar, og nú er endurfundna biblían mér dýrmæt- ari en allt bókasafnið mitt«. [Frh.] — Ég var nokkra daga á prestssetrinu fyrir skömmu, Einar lán- aði mig [>angað af því að vikadrengur- inn hjá prestinum meiddi sig í fæti og varð að liggja í rúminu. Presturinn tal- aði oft við mig um heima og geima, hann var ákaflega góður við mig, og lét sem hann hefði gaman af að tala við mig. Einusinni sagði hann að ég minnti sig svo mikið á dreng, scm hann var samtíða heima hjá foreldrum sínuui, þegar hann var barn. Pað kom svo upp úr kafinu, að þetta var reyndar skipstjórinn, pabbi hans Axels. »Pið eruð svo einkennilega svipaðir«, sagði prestur, »ætli þú sért ekki í ætt við hann?« iÉg gat nú lítið frætt prestinn um það, en mig langaði til að vita sem mest um Árna. Hann hafði verið smali hjá foreldrum prestsins, sem tóku hann að sér, þegar móðir lians dó, en hann var þar ekki mörg árin, hann hafði ælinlega verið með hugánn út á sjó, og dreif sig sig burt, eitthvað út í busk- ann, sagði presturinu. Ilann hafði skrif- að hjónunum fyrst í stað, en svo stein- liætti liann því, og þau fréttu ekkert um hanu langa lengi; hann hafði verið mjög duglegnr og harðgerður, en lielzt til kærulítill, svo sagði prostur inér ýmsar sögur af þoim félögunum, sem mér þóttu mjög skemmtilegar. Einu- sinni vöktu þeir yfir túninu, sem oftar, veður var kyrrt og jörðin löðraði í dögg, svo þeirn [>ótti illt viðfangs að hreinsa túnið, eins og þeim liafði verið skipað að gera. Árni fann þá upp á því að fara f róður út á sjó á bátskrifli, sem ekki liafði verið hreift vikum saman, og þegar þeir félagar höfðu bisað bátnum ofan í flæðarmálið og ýtt honum á flot, flæddi vatnið inn í hann og hálffyllti hann á svipstundu, cn ekki vildi Árni [)ó hætta við róðurinn, hann skipaði prestinuui (hann var reyndar ekki alveg orðinn prestur þá!) að ausa og ausa, og ekki dugði annað en að ldýða Arna; sjálfur settist hann undir árar og reri bátnum út á víkina, framundan bænum. Báðir kepptust við, og ugðu ekki að sér, fyrr en þeir sáu kolsvarta, gljáandi skrokka, sem byltust og veltust hring- inn í kringum bátinn. Pá hefði Árna þó brugðið í brún og orðið feginn að snúa við og róa til lands, og ekki liefði hann verið neitt sérlega upp með sér af þeiui sjóróðri. En húsbóndanum þótti drengj- unum hafa orðið lítið ágengt við vinn- una að hreinsa túnið um nóttina. »Pú hlýtur að vera skyldur honum«, sagði presturinn svo. »Pið eruð svip- aðir«. »Hverra manna ertu annars, Jói minn?« spurði hann, og ég hlaut að svara, að ég vissi það ekki.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.