Ljósberinn


Ljósberinn - 12.04.1930, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 12.04.1930, Blaðsíða 4
116 LJOSB ERINN »Veiztu það alls ekki? Flestir vita pó eitthvað ofurlítið um ættsína«, sagði hann. »Ekki þeir, sem pekkja ekki einu- sinni foreldra sína«, sagði ég í hálfum hljóðum. l’að er ekkert gaiuan að tala um það upphátt. »Aumingja Jói«, sagði presturinn og klappaði vingjarnlega á öxlina á mér. »Ertu svona illa settur. Hana móður pína hefirðu pó pekkt?« Pú veizt nú, fóstra mín, livernig pau kynni voru. Og ég sagði auðvitað eins og var. Presturinn horfði á mig og ég sá al- vog hvað honum bjó í brjósti. Hann vorkenndi mér auðvitað inaðurinn, og hann sagði: »Pú ert pá óskilalamb, auminginn, eins og fleiri«. Svo talaði hann ekki meira um pað, og ég ckki heldur, en ég hefi oft hugsað um pað sem hann sagði um skipstjóran. Kannske hann sé nú frændi minn? Er pað ekki skrítið að presturinn, sem pekkti Árna, pegar hann var lítill, skuli sjá pennan svip með okkur? Hann sagði að göngulagið, limaburðurinn, málrómur- inn og fasið væri nauðalíkt hjá okkur báðum. Pað væri annars hálf gaman að eiga hann fyrir frænda, pó hann sé purr og kaldur á manninn! Stundum er mér hálft í hvoru vel til hans, en aðra stund- ina er iriér lítið um hann, — ég skil ekkert í pessu, — hvað getur mig varð- að um hann, dramblátan auðmann, sein gæti stigið ofan á mig án pess að vita af pví! Eins og hann komi auga á drenghnokka á borð við mig? — Ætli hann sé annars frændi minn?------------Nú er ekki nema inánuður pangað til ég legg á stað heim, ég hefi haft gott af dvöl minni í sveitinni, en samt hlakka ég til að koma heim. Iíeilsaðu Óla frá mér og segðu honum að ég komi með berin, sem hann bað mig um, pað er krökt af berjum hérna uppi í hlíðinni og í mó- unum fyrir utan túnið. Nú ætla ég að hætta pessu pári, ég bið pig að fyrirgefa hvað pað er ljótt. Vertu æfinlega blessuð og sæl, elsku fóstra mín. Pinn einlægur Jói. P. S. Presturinn hefir beðið mig um að skila kveðju sinni til skipstjórans. Hann ætlar líka kanuske að skrifa honum með mér, og ég á að fá honum bréfið sjálfur. Sami. VögguYÍsur. Byrgið ykkur, börn mín, og bænir flytjið hljótt, mamma syngur söngva og svæfir vært og rótt, ástar-englar vaki við ykkar hvílu í nótt. Berist pið í blundi að bjartra drauma strönd, yfir hópinn unga skal ástrík signa hönd, englar ykkur leiði um alskrýdd blómalönd. Sofið sætt og lengi, safnið nýjuin prótt, inamma ber frain bænir og börnin signir rótt, ástar-englar vaki og ykkur verndi í nótt. í marz 1930. M. !!.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.