Ljósberinn


Ljósberinn - 12.04.1930, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 12.04.1930, Blaðsíða 5
117 LJÖSBERINN HgjMjMW Jerúsalem. Borg páskaminninganna. Nú eru páskarnir að fara í hönd, pá er eðlilegt að við rennuin huganum til iandsins, par sem píslarsaga Jesú gerð- ist. Pá verður fyrst fyrir oss Jerúsalem, Getsemane, Ólíufjallið og Golgata. Nú verða allir kristnir menn frelsar- anum samferða á ferli hans frá Pálma- sunnudegi, er hann reið inn í Jerúsalem, og páimagreinum var stráð fyrir fætur hans, en sjálfur vissi hann fyrir fram, að innan fárra daga rnundi liann verða svikinn og krossfestur. Við minnuinst hann á skírdag, pegar hann stofnaði liina heilögu kvöldmáltíð, lærisveinum sínum til hjálpar og hugg- unar og síðan öllum peim, sem á hann mundu trúa fyrir orð peirra. En ekki var nema sólarhringur liðinn frá pví, til pess er pína hans byrjaði. Iíann hryggist allt til dauða í Getse- rnane yflr syndasekt mannanna, sem hann átti að friðpægja fyrir, og er ang- istarfullur út af pví, sem fyrir honum lá. Ilann varð að pekkja allar mannleg- ar tilfinningar til fulls, pví að annars hefði endurlausnarverkið hans ekki verið fullkomnað. Síðan kom föstudagurinn langi og pá var hann húðstrýktur, pyrnikrýndur og krossfestur. Pó bað hann fyrir kvöluruin sínum: »Faðir fyrirgef peim, pví að peir vita eigi, hvað peir gera«. Og ineð peim orðum gaf hann mönnunum hið full- komnasta mannkærleikadæmi, sem nokk- urntíma hefir verið gefið á pessari jörðu. Á páskamorguninn reis hann upp frá dauðum. Pá sigraði lífið, eilífa lífið, dauð- ann eilífa. 0g pegar svo páskamorguninn rennur upp yfir okkur, pá skulum við halda reglulega góða og gleðilega páskahátíð.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.